Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 41 Ég tel að með því að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi verði hlutverki þess sem þjóðar- útvarps ógnað. Ríkisútvarpið hefur hingað til haft skyldum að gegna umfram það sem markaðsfyrirtæki sinna, svo sem mikilvægu öryggishlutverki og framleiðslu á íslensku menningarefni fyrir útvarp og sjónvarp. Vegna eðlis hlutafélaga er ljóst að með því að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi rofna þau tengsl sem það hefur haft sem þjóðarút- varp með menningarlega og samfélagslega ábyrgð. Þegar RÚV verður gert að hlutafélagi er fyrirsjáanlegt að það verði losað undan ýmsum lögum og reglum sem gilda sérstak- lega um ríkisrekstur, svo sem varðandi fjár- reiður, upplýsingagjöf, starfsmannahald og lántökuheimildir. Það er mjög mikilvægt að eigandi Ríkisútvarpsins, þjóðin, eigi aðgang að öllum upplýsingum um þau atriði sem hér voru nefnd og öll stjórnsýsla sé gagnsæ. Mikilvægasta hlutverk Ríkisútvarpsins er í þágu lýðræðisins, enda ber Ríkisútvarpinu samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjöl- breyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. Fjölmiðlar í einkaeigu hafa engum slíkum skyldum að gegna og geta því hunsað lýðræðislega umræðu. Á Alþingi hafa heyrst háværar raddir um að rétt sé að einkavæða Ríkisútvarpið og meirihlutavilji þingsins gæti breyst fyrr en varir. Það þarf ekki að vera breið samstaða um að selja RÚV en öllum lögum má breyta sé fyrir því meirihluti á Alþingi. Og það má segja að sporin hræði vegna þess að hingað til hafa opinber fyrirtæki, sem breytt hefur verið í einkafyrirtæki, nær undantekningar- laust verið seld. 19. Hvernig sérð þú stöðu RÚV á fjölmiðla- markaðnum eftir fimm ár? „Hún verður sterk. RÚV mun sinna hlut- verki sínu enn betur en hægt er núna og sérstaða RÚV verður enn meiri.“ 20. Hvernig sérð þú fjárhagsstöðu RÚV líta út eftir fimm ár? „Mun betri en í dag. Og bættur hagur skilar sér beint í betri dagskrá.“ 21. Ert þú sammála þeirri fullyrðingu að mikill meirihluti landsmanna vilji hafa RÚV áfram einfaldlega vegna þess hve staða 365 er orðin sterk á markaðnum og því vilji fólk að ríkið tryggi jafnvægi á þessum markaði ljósvaka? „Nei. Allur þorri landsmanna vill hafa RÚV vegna þess að RÚV býður upp á þjónustu sem aðrir gera ekki.“ 22. Er ekki erfitt fyrir þig að berjast fyrir sterku ríkissjónvarpi eftir að hafa barist svo lengi gegn Ríkisútvarpinu sem for- stjóri Íslenska útvarpsfélagsins og einn æðsti stjórnandi þar á bæ til tuttugu ára? „Nei, enda hef ég aldrei barist gegn til- vist Ríkisútvarpsins. Þvert á móti hef ég alltaf verið hlynntur henni. Á sínum tíma fannst mér fyrirferð Ríkisútvarpsins á markaðnum vera of mikil, en það hefur margt breyst á þessum markaði síðan þá og einkafyrirtækjunum vaxið mjög fiskur um hrygg.“ 23. Telur þú að RÚV sé svo sterkt fyrir- tæki að það stæðist samkeppnina við 365 miðla á jafnréttisgrundvelli, þ.e., þar sem ríkið kæmi hvergi nálægt tekjuöflun og lögbundnum útgjöldum hjá fyrirtækinu? „Ég treysti mér vel til að reka fjölmiðlafyrir- tæki í samkeppni á jafnréttisgrundvelli við 365 og hafa betur. Ríkisútvarpinu er hins vegar ekki ætlað það hlutverk. Þar er eðlis- munur á.“ 24. Keppni tveggja keppinauta á markaði snýst oftast um vöruþróun og fólk. Verður mikil þróun í dagskrárgerð hjá RÚV í kjöl- far þess að það verður að hlutafélagi? „Dagskrá Ríkisútvarpsins er og verður í stöðugri endurskoðun og þróun. En hún er vegin og metin á annan mælikvarða en dag- skrá annarra og þannig á það líka að vera.“ 25. Verður nokkurn tíma breið samstaða á meðal stjórnmálamanna um að selja RÚV? „Ég býst ekki við því. Ég held að um fyrir- sjáanlega framtíð komist menn að sömu niðurstöðu hér og annars staðar í Evrópu - að það beri að reka öflugt útvarp og sjón- varp í almannaþágu.“ Y F I R H E I R S L A – P Á L L M A G N Ú S S O N Formaður Hollvinafélags RÚV: Hlutverki þjóðarútvarps ógnað Margrét Sverrisdóttir, framkvæmda- stjóri Frjálslynda flokksins og formaður Hollvinafélags RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.