Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 81
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 81
Áslaug Pálsdóttir, framkvæmda-
stjóri AP almanntengsla, ætlar
að gera ýmislegt í sumar; meðal
annars að fara í hestaferðir í
góðra vina hópi. Búið er að
ákveða eina ferð þar sem riðið
verður um Vatnsdalinn og Hópið.
„Svo verða styttri ferðirnar von-
andi sem flestar.“ Þá stefnir
hún á að fara á landsmót hesta-
manna á Vindheimamelum í
Skagafirði.
„Það eru nokkrir staðir í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér, meðal
annars Landmannalaugar, Búðir
og Hellnar og reyni ég að fara á
þessa staði a.m.k. einu sinni á
sumri. Ég er ekki enn vaxin upp
úr því að finnast gaman að sofa
í tjaldi, vonandi verður sumarið
gott svo að maður geti verið dug-
legur að fara í útilegur.“
Áslaug ætlar einnig út fyrir
landsteinana í sumar. Hún verður
í London um hvítasunnuna og
í ágúst flýgur hún til Rómar. Á
Ítalíu fer hún í skemmtiferðaskip
sem siglir um Miðjarðarhafið og
meðal annars til Sikileyjar og
Monte Carlo. „Í mínum huga er
sumarið góður tími til að gera
skemmtilega hluti með fjölskyldu
og vinum.“
Sigling um Miðjarðarhafið
Áslaug Pálsdóttir:
„Ísland er safn af mörgum
náttúruperlum og er á
margan hátt einstakt vegna
sérstöðu náttúrunnar og hve
það er víða ósnortið,“ segir
Halldór Jónsson, forstjóri
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Hann segist vera
fjallamaður og þær eru
margar ferðirnar sem hann
hefur farið á jeppanum sínum
upp á hálendið. Stundum er
um að ræða dags- eða helg-
arferðir og stundum lengri
ferðir með fleira fólki. „Þá er
hist reglulega og við skipu-
leggjum ferðirnar. Það gefur
ferðunum aðra sýn og gildi.
Það sem mér finnst mest
spennandi við þessar ferðir
er náttúran og umhverfið.
Mér finnst skemmtilegt að
fara á sömu staði á mismun-
andi árstíma. Það er hægt
að njóta náttúrunnar nánast
í hvaða veðri sem er. Það
þarf að kunna að búa sig og
vera með útbúnað við hæfi.“
Aðspurður um uppáhalds-
staðina á hálendinu segir
Halldór: „Það eru svæði sem
tengjast Vatnajökulssvæð-
inu; ég bý norðanlands og
sæki norðanmegin í jökulinn.
Þá vil ég nefna svæðið frá
Vonarskarði, Gæsavatna-
svæðið, Kverkfjallasvæðið og
Herðubreiðarsvæðið. Það er
líka heillandi og gaman að
fara Fjallabaksleið.“
Safn af náttúruperlum
Halldór Jónsson:
M
Y
N
D
:
F
R
IÐ
Þ
JÓ
F
U
R
H
E
L
G
A
S
O
N
Halldór Jónsson.
Áslaug Pálsdóttir.