Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 100

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 RE/MAX LIND: „RE/MAX LIND skrifstofan í Kópavogi hefur starfað í þrjú ár. Þar er að finna 16 manna hóp sölumanna, dugmikið fólk sem leggur sig fram um að vinna vel fyrir viðskiptavini sína með því meðal annars að kynna sér sem best allt sem kemur að gagni í fasteignasölu og fræðast og sækja nám- skeið um það sem starfsmenn RE/MAX bæði hér á landi og um allan heim eru að gera hverju sinni,“ segir Konráð Konráðsson, annar tveggja framkvæmdastjóra skrifstofunnar, en auk hans gegnir Gunnar Valsson því starfi. Þórarinn Jónsson er löggiltur fasteignasali skrifstofunnar. RE/MAX er alþjóðleg sérleyfiskeðja, byggð upp af sjálfstæðum fast- eignasölum sem reka skrifstofur sínar í samræmi við RE/MAX-kerfið. Samkvæmt því eru allir sölufulltrúar hverrar skrifstofu sjálfstæðir rekstrar- aðilar. RE/MAX-keðjan var stofnuð í Bandaríkjunum fyrir um fjörutíu árum og í dag eru RE/MAX-skrifstofur í 63 löndum. Keðjan er stærsta fasteignasölukeðja í heimi með 110 þúsund sölufulltrúa. Virkt samstarf er milli sölufulltrúa bæði hér og erlendis og að sögn Konráðs kemur sér vel að geta leitað ráða hjá samstarfsaðilum þar, t.d. þegar Íslendingar eru að kaupa hús á Spáni og í Búlgaríu. Vinna verður markvisst að sölunni Nýlega fóru RE/MAX LIND-menn á árlega ráðstefnu sem haldin var í Las Vegas. Þangað komu 11 þúsund manns, fólk alls staðar að úr heiminum. Þar voru veitt verðlaun fyrir vel unnin störf auk þess sem mönnum gafst færi á að kynnast því hvað fólk er að gera í öðrum löndum. „Þjónustustigið hjá RE/MAX er öðruvísi en á öðrum fasteignasölum. Við lítum svo á að ekki nægi að setja eignir á söluskrá heldur verði að vinna markvisst að því að selja þær. Það gerum við t.d. með því að fá fag- ljósmyndara til að taka fallegar myndir. Við erum með stærri auglýsingar og það sem skiptir ekki minnstu máli, við sýnum eignirnar sjálf. Á þann hátt getum við hjálpað kaupendum við að skoða eignina og ekki síður seljendum til að draga fram það sem getur skipt miklu máli í söluferlinu, að benda á kosti eins og góða staðsetningu skóla og leikskóla, hvar sund- laugin sé og hvar strætisvagnaleiðir liggi í nágrenninu. Síðan höldum við sölusýningar sem virka mjög vel. Þær skapa vissa eftirspurn þegar fólk sér að aðrir eru að hugsa um fasteignina líka. Vegna þessa fyrirkomulags getur hver sölufulltrúi aðeins verið með ákveðinn fjölda eigna á sinni könnu til þess að geta sinnt hverri eign nægilega vel.“ Eignavalið fjölbreytt RE/MAX LIND í Kópavogi selur jöfnum höndum íbúðar- og atvinnuhúsnæði, bæði á höfuðborgarsvæðinu og einnig úti á landi, enda er mikið leitað til skrifstofunnar varðandi húsnæði eða lóðir utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Skrifstofan selur ennfremur nýjar íbúðir fyrir verktaka. „Við höfum einbeitt okkur að Kópavoginum sem okkar aðalsvæði þótt við einskorðum okkur að sjálfsögðu ekki við hann heldur seljum eignir hvar sem er,“ segir Konráð Konráðsson, framkvæmdastjóri og sölufulltrúi hjá RE/MAX LIND í Bæjarlind 12 í Kópavogi. Hátt þjónustustig hjá RE/MAX LIND Sölumenn RE/MAX LIND leggja sig fram um að þekkja vel eignir sem þeir eru með á söluskrá og veita góða ráðgjöf. Framkvæmdastjórarnir Konráð Konráðsson og Gunnar Valsson við verðlaunaafhendingu í Las Vegas. Starfsmenn RE/MAX LIND í Kópavogi. K Y N N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.