Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
FÓLK
F lugleiðahótel ehf. reka tvær hót el keðj ur, Icelandairhotels og
Hótel Eddu. Fyrirtækið var
stofnað 1998 þegar hótelin í
eigu Flugleiða voru sameinuð
í eitt sjálfstætt fyrirtæki í eigu
FL Group. Í Hótel Eddu keðj-
unni eru alls fimmtán sumar-
hótel víðs vegar um land. Eddu-
hótelin bjóða upp á ódýra en
vandaða gistingu. Icelandair-
hotelin er keðja átta heilsárs-
hótela sem eru 3 og 4 stjarna.
Stærstu Icelandairhótelin eru
í Reykjavík, Hótel Nordica
með 252 herbergi og Hótel Loft-
leiðir með 220 herbergi. Arn-
grímur Fannar Haraldsson er
sölustjóri á innanlandsmarkaði
Flugleiðahótela:
„Ég hóf störf hjá Flugleiða-
hótelum árið 2003 og þá í ráð-
stefnudeild Hótel Nordica.
Áður hafði ég m.a. starfað sem
tónlistarmaður, ýmist í hluta-
starfi eða aðalstarfi og þá lengst
af með hljómsveitinni Skíta-
móral. Frá stofnun hljómsveit-
arinnar 1996 hef ég einnig verið
framkvæmdastjóri hennar og
sem slíkur séð um samninga-
gerð, bókhald og bókanir. Í dag
er tónlistin meira áhugamál og
umboðsskrifstofan Concert sér
um samningana.“
Vinnustaður Arngríms er á
Hótel Loftleiðum sem hentar
honum ágætlega: „Ég bý í Vest-
urbænum og er þar af leiðandi
ekki lengi í vinnuna. Ég fer
samt yfirleitt á bíl vegna þess
að oft þarf ég að fara á milli
hótela eða skreppa á fundi úti
í bæ. Ég er vaknaður kl. 7 á
morgnana og mættur í vinnu
kl. 8 og er yfirleitt ekki lengur
en til 16:30 á skrifstofunni.
Starf mitt er nokkuð fjölbreytt.
Helstu verkefnin eru samninga-
gerð við innlend fyrirtæki og
félagasamtök, hönnun tilboða,
ásamt hinum ýmsu markaðs-
og kynningarmálum.“
Arngrímur er í sambúð með
Yesmine Olsson, einkaþjálfara
í World Class, Laugum. „Við
eigum von á fyrsta barni okkar
í lok september. Ég á fyrir son-
inn Harald. Eftir að ég lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skóla Suðurlands árið 1997 liðu
fjögur ár þar til ég hóf aftur
nám við Háskóla Íslands þar
sem ég útskrifaðist með BS-
próf í ferðamálafræðum.
Arngrímur segir reglu-
bundna hreyfingu lífsnauðsyn-
lega og hefur undanfarin ár æft
af miklu kappi með Karatefé-
lagi Reykjavíkur: „Það er góður
andi í félaginu og gott að losa
um streitu og spennu með því
að púla og hamast á æfingum,
sem eru þrjár í viku. Veiði er
áhugamál fjölskyldunnar. Við
förum árlega fjölskylduferð í
Veiðivötn. Þar er skemmtilegt
að vera og í síðustu ferð veiddi
minnsti fjölskyldumeðlimur-
inn flesta fiskana. Ég veiði
eingöngu á flugu og í sumar
verður farið víða og rennt bæði
fyrir silung og lax.
Við Yesmine erum einnig
dugleg að ferðast og fórum í
vetur í skíðaferð til Salt Lake
City í Bandaríkjunum, og það
er eitt besta frí sem við höfum
farið í. Aðstaðan þar er frábær
og skíðasvæðið á heimsmæli-
kvarða. Í sumar stendur svo
til að keyra hringveginn um
landið og gista á Edduhótelum,
enda ekki bjóðandi óléttri konu
að sofa í tjaldi.“
Nafn: Arngímur Fannar Haraldsson.
Fæðingarstaður: Selfoss, 23. 4. 1976.
Foreldrar: Haraldur B. Arngrímsson
og Klara Sæland.
Maki: Yesmine Olsson.
Börn: Haraldur Fannar 7 ára.
Menntun: BS í ferðamálafræðum
frá Háskóla Íslands.
sölustjóri á innanlandsmarkaði Flugleiðahótela ehf.
ARNGRÍMUR FANNAR
HARALDSSON
Arngrímur Fannar
Haraldsson: „Gott
að losa um streitu
og spennu með því
að púla og hamast
á æfingum.“