Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6
FORSÍÐUGREIN
innihalda allar okkar vörur virk hráefni Bláa Lónsins sem við höfum
einkarétt á,“ segir Grímur.
Ný Blue Lagoon vörulína, sem vinnur gegn öldrun húðarinnar
og styrkir varnarlag hennar, er væntanleg á markað fyrir jólin. Vörur
sem vinna gegn öldrun húðarinnar eru vinsælastar og mest seldar á
markaðinum í dag.
Sterkt vörumerki – grunnur að alþjóðavæðingu
Hinn alþjóðlegi spa-geiri fer ört vaxandi og samkeppnin er mikil.
Grímur segir sérstöðu Bláa Lónsins innan þessa heims vera mikla
og felast fyrst og fremst í sterku vörumerki og einkarétti á jarðhita-
vökvanum sem inniheldur virk hráefni, steinefni, kísil og þörunga.
Efnin eru einstök og finnast hvergi annars staðar.
Vörumerkið Blue Lagoon Iceland er langverðmætasti hluti fyrir-
tækisins. Samkvæmt könnun, sem Bláa Lónið lét gera í nokkrum
löndum, þekkja ótrúlega margir vörumerkið. Útrás húðvaranna er
komin á gott skrið en vörurnar verða fáanlegar í hinni þekktu stór-
verslun Selfridges við Oxfordstræti í London um mitt næsta ár. Innan
snyrtivöruheimsins ríkir einnig mikil samkeppni og því er það mjög
sterkur vitnisburður um styrkleika vörumerkisins að Selfridges skuli
ætla að setja vörurnar á besta stað í versluninni. „Það óvenjulega gerð-
ist að forsvarsmenn Selfridges buðu okkur 20 fermetra verslunarbás
sem er afar óvenjulegt því að mikil samkeppni ríkir meðal snyrtivöru-
fyrirtækja um gólfpláss í versluninni.“ Vörurnar verða einnig fáanlegar
í vöruhúsum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn eftir næstu áramót.
„Við höfum unnið mikla stefnumótunarvinnu og markað skýra
stefnu varðandi markaðssetningu Blue Lagoon húðvaranna innan-
lands og erlendis. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna erlendis frá
um samstarf. Nú þegar erum við í samstarfi við dreifingarfyrirtæki í
Þýskalandi, á Norðurlöndum og í Bretlandi. Dreifing okkar á alþjóð-
legum vettvangi hefur þó til þessa verið um netverslun okkar, þannig
þjónum við viðskiptavinum um allan heim,“ segir Grímur.
Eins og fram hefur komið eru jákvæð teikn á lofti varðandi útrás-
ina. „Við erum samt alveg á jörðinni varðandi útrásina því að hún er
kostnaðarsöm og ég lít á þetta sem sérstakt verkefni innan félagsins
sem verður bæði dýrt og erfitt.“ Grímur stjórnar sjálfur útrásinni
en hefur falið öðrum lykilstarfsmönnum að sinna daglegum rekstri
innanlands.
„Við höfum unnið mikla
stefnumótunarvinnu og markað skýra
stefnu varðandi markaðssetningu
Blue Lagoon húðvaranna innanlands
og erlendis. Við höfum fengið fjölda
fyrirspurna erlendis frá um samstarf.
Þessi mynd verður notuð til kynningar á Blue Lagoon húðvörum
erlendis og er táknræn fyrir uppruna þeirra.
Verslun Bláa Lónsins við Laugaveg 15. Þar eru eingöngu á boð-
stólum Blue Lagoon vörur.