Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 78

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 V ið viljum ekki lengur kalla okkur ritara, enda nær starfs- svið okkar yfir ansi margt annað en að skrifa bréf fyrir forstjórann. Raunar má segja að slík bréfaskrif séu nær aflögð því flestir skrifa orðið sín bréf sjálfir,“ segir Björg Jóhannesdóttir, nýkjörinn gjaldkeri Evrópusamtaka aðstoðarmanna yfirmanna, EUMA - European Management Assistants. Samtökin voru stofnuð af breskri konu árið 1972 og hafa því slitið barnsskónum. Helstu markmið samtakanna eru að efla tengslanet aðstoðarfólks yfirmanna, efla sjálfstraust þeirra og faglega nálgun. Samtökin starfa í 20 löndum og hafa fulltrúa í enn fleiri löndum. Hér á Íslandi eru enn sem komið er eingöngu konur í samtök- unum en Björg segist vita um a.m.k. tvo karla erlendis. „Það eru fleiri konur í þessum störfum sem mörg hver hafa væntanlega þróast úr því að vera ritara- eða einkaritarastörf í annað og meira,“ segir hún. Gjaldkeri í aðalstjórn EUMA Björg gekk í EUMA haustið 2002 og hafði ekki verið lengi starfandi í samtökunum þegar stungið var upp á því við hana að hún gæfi kost á sér í stjórn samtakanna. Hún sló til og var kosin í stjórn árin 2004- 2006. En þá var skorað á hana að bjóða sig fram í aðalstjórn EUMA í Evrópu og þá í samkeppni við annan erlendan frambjóðanda. Björg vann kosningarnar sem fram fóru á aðalfundi EUMA í Malmö sl. september með yfirburðum. „Mér finnst mikill heiður að því að hafa verið treyst til þess að gegna þessu starfi. Tryggingamiðstöðin hefur sýnt mér mikinn skiln- ing en ég lét strax vita af því að þetta stæði til og að ég myndi þurfa að fara fjórar ferðir á fundi erlendis á ári ef ég yrði kosin. Það var samþykkt og ekki aðeins samþykkt heldur hefur fyrirtækið sýnt mér alveg frábæran stuðning og styrkt mig til ferðanna á ýmsa vegu. Ég er enn þá bara að fylgjast með starfinu í gegnum tölvupóstsamskipti því að endanleg stjórnarskipti verða ekki fyrr en fyrstu helgina í des- ember og þá í Amsterdam.“ Í EUMA eru rúmlega 1.300 félagar og í hverju landi er hópur sem hefur sína stjórn, formann, kynningarfulltrúa og gjaldkera. Félags- menn greiða félagsgjald sem að hluta rennur til heimafélags hvers og eins og að hluta til EUMA höfuðstöðvanna. „Það er hverju landi í sjálfsvald sett í hvað félagið notar þá peninga sem til eru,“ segir Björg. „Við notum okkar sjóð einkum til að efla fræðslu meðal félagsmanna og nú síðast vorum við með ráðstefnuna „vinna – virkni – velgengni“ á Grand hóteli þar sem við fengum ýmsa þekkta fyrirlesara. Á þessa ráðstefnu komu 84 konur og einn karl.“ Áhugavert fundarefni Hér á landi eru 45 meðlimir í EUMA sem hittast mánaðarlega en taka sér þó frí yfir sumartímann. Tvisvar á ári eru fundir þar sem stjórnir allra landanna hittast. Á haustfundunum er einnig haldinn Björg Jóhannesdóttir, ritari á rekstrarsviði TM, er nýkjör- inn gjaldkeri Evrópusamtaka aðstoðarmanna yfirmanna, EUMA. Þetta eru athyglisverð samtök en starfsheiti félags- manna eru misjöfn, eins og ritari, einkaritari, persónulegur aðstoðarmaður, deildarstjóri, svo að eitthvað sé nefnt. Í STJÓRN EUMA: DRAUMURINN SEM RÆTTIST TEXTI: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON E V R Ó P U S A M T Ö K I N E U M A

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.