Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 V ið viljum ekki lengur kalla okkur ritara, enda nær starfs- svið okkar yfir ansi margt annað en að skrifa bréf fyrir forstjórann. Raunar má segja að slík bréfaskrif séu nær aflögð því flestir skrifa orðið sín bréf sjálfir,“ segir Björg Jóhannesdóttir, nýkjörinn gjaldkeri Evrópusamtaka aðstoðarmanna yfirmanna, EUMA - European Management Assistants. Samtökin voru stofnuð af breskri konu árið 1972 og hafa því slitið barnsskónum. Helstu markmið samtakanna eru að efla tengslanet aðstoðarfólks yfirmanna, efla sjálfstraust þeirra og faglega nálgun. Samtökin starfa í 20 löndum og hafa fulltrúa í enn fleiri löndum. Hér á Íslandi eru enn sem komið er eingöngu konur í samtök- unum en Björg segist vita um a.m.k. tvo karla erlendis. „Það eru fleiri konur í þessum störfum sem mörg hver hafa væntanlega þróast úr því að vera ritara- eða einkaritarastörf í annað og meira,“ segir hún. Gjaldkeri í aðalstjórn EUMA Björg gekk í EUMA haustið 2002 og hafði ekki verið lengi starfandi í samtökunum þegar stungið var upp á því við hana að hún gæfi kost á sér í stjórn samtakanna. Hún sló til og var kosin í stjórn árin 2004- 2006. En þá var skorað á hana að bjóða sig fram í aðalstjórn EUMA í Evrópu og þá í samkeppni við annan erlendan frambjóðanda. Björg vann kosningarnar sem fram fóru á aðalfundi EUMA í Malmö sl. september með yfirburðum. „Mér finnst mikill heiður að því að hafa verið treyst til þess að gegna þessu starfi. Tryggingamiðstöðin hefur sýnt mér mikinn skiln- ing en ég lét strax vita af því að þetta stæði til og að ég myndi þurfa að fara fjórar ferðir á fundi erlendis á ári ef ég yrði kosin. Það var samþykkt og ekki aðeins samþykkt heldur hefur fyrirtækið sýnt mér alveg frábæran stuðning og styrkt mig til ferðanna á ýmsa vegu. Ég er enn þá bara að fylgjast með starfinu í gegnum tölvupóstsamskipti því að endanleg stjórnarskipti verða ekki fyrr en fyrstu helgina í des- ember og þá í Amsterdam.“ Í EUMA eru rúmlega 1.300 félagar og í hverju landi er hópur sem hefur sína stjórn, formann, kynningarfulltrúa og gjaldkera. Félags- menn greiða félagsgjald sem að hluta rennur til heimafélags hvers og eins og að hluta til EUMA höfuðstöðvanna. „Það er hverju landi í sjálfsvald sett í hvað félagið notar þá peninga sem til eru,“ segir Björg. „Við notum okkar sjóð einkum til að efla fræðslu meðal félagsmanna og nú síðast vorum við með ráðstefnuna „vinna – virkni – velgengni“ á Grand hóteli þar sem við fengum ýmsa þekkta fyrirlesara. Á þessa ráðstefnu komu 84 konur og einn karl.“ Áhugavert fundarefni Hér á landi eru 45 meðlimir í EUMA sem hittast mánaðarlega en taka sér þó frí yfir sumartímann. Tvisvar á ári eru fundir þar sem stjórnir allra landanna hittast. Á haustfundunum er einnig haldinn Björg Jóhannesdóttir, ritari á rekstrarsviði TM, er nýkjör- inn gjaldkeri Evrópusamtaka aðstoðarmanna yfirmanna, EUMA. Þetta eru athyglisverð samtök en starfsheiti félags- manna eru misjöfn, eins og ritari, einkaritari, persónulegur aðstoðarmaður, deildarstjóri, svo að eitthvað sé nefnt. Í STJÓRN EUMA: DRAUMURINN SEM RÆTTIST TEXTI: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON E V R Ó P U S A M T Ö K I N E U M A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.