Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 24
18 TIMARIT MALS OG MENNINGAR held ég það sé frá öllum sjónarmiðum jafn óskiljanlegt, hvers vegna henni var valinn staður á Skólavörðuhæð eins og hitt, að Thor- valdsen var fluttur úr sínum stað í miðbænum, þar sem hann var nokkurs konar siðmenntandi afl. Nú er tími fyrir hina fjölmörgu aðdáendur Einars Jónssonar að sanna, að lof þeirra sé ekki varajátning ein út í bláinn, heldur séu þeir reiðubúnir að vinna að því að koma Utilegumanninum úr ó- virðulegu efni í virðulegt, úr felum og á opinbert torg, þar sem hann getur orðið prýði bæjarins og stolt landsins. H. K. L. JÓHANNESARPASSÍAN Eitt yndislegasta kirkjutónverk allra tíma, ]óhannesarpassía Bachs, var flutt fyrir íslenzkum áheyrendum þrisvar sinnum i páska- vikunni af samkór og Hljómsveit Reykjavíkur undir stjórn dr. Urbantschitsch. Þetta er fyrsta passía, sem hér heyrist og að líkind- um sú dýrðlegasta sem til er að undantekinni Matteusarpassíu Bachs. Þúsund ára þróun frá tónuðu píslarguðspjalli fornkirkjunnar nær hátindi sínum í passíum Bachs, þar sem túlkaðar eru á dramatískan hátt persóna Jesú, píslir og andlát hans. Jóhannesarpassían hljóm- aði í fyrsta sinni árið 1723, Matteusarpassían sex árum síðar, 1729. I hundrað ár lágu þessi meistaraverk ásamt nær öllum öðrum tón- verkum Bachs gleymd og grafin unz nítján ára gamall Gyðingur í Leipzig, tónskáldið Felix Mendelsohn-Bartholdv vekur Matteusar- passíuna af þyrnirósusvefni og flytur hana í annað sinn í sömu borg árið 1829. Má í raun og veru telja það fæðingarár tónskáldsins Jóhanns Sebastians Bachs. Þessi trúaði söngstjóri, þessi tvíkvænti tuttugu barna faðir, var í lifenda lífi aðeins metinn að verðleikum fyrir frábæran organslátt og skynbragð það, er hann bar á hljóð- færi. Hann var „tækifæristónskáld“ í bókstaflegum skilningi, hann samdi kirkjukantöturnar fyrir sunnudagsguðsþjónustuna, óratorí- um og passíur fyrir stórhátíðir. Tónverk hans voru „gebrauchs- musik“, ætluð til „notkunar“. Passíurnar eru alþýðleg lónamálverk. I upphafi Jóhannesarpassíunnar heyrum við þannig bænakvak og kveinstafi trúaðra á föstudaginn langa, upp úr kliðnum stígur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.