Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 32
26 TIMARIT MALS OG MENNINGAR okkur ekki að berja niður mótþróa þjóðarinnar. Spotl lians um okkur, það er spolt þjóðarinnar sjálfrar. Pétur Þríhross, með tenn- urnar lausar út úr sér, það er sú mynd, sem þjóðin sjálf hefur dregið upp af okkur. Og þeir skelfdust sjálfa sig, en létu hatrið bitna á Halldóri Kiljan. En hatur þeirra er h'ka máttvana. Staf- setningarlögin frá 1941 gera Halldóri Kiljan ekki neitt, og þau koma ekki fram neinum hefndum við þjóðina frekar en gerðar- dómslögin. Þau geta aldrei hindrað, að Islendingasögurnar verði gefnar út á þann hátt, er bezt sannar æsku landsins, að þær séu aðgengilegur lifandi skáldskapur á því máli, er við tölum í dag. En þau hafa gert annað: sett skrælingjabrag á löggjafarstarf Al- þingis og íslenzka dómstóla og orðið Islendingum til hneisu í aug- um siðmenntaðra þjóða. Kr. E. A. ÞRÆLSMERKI, SEM VERÐUR AÐ AFMÁST Síðasta Alþingi ræddi stafsetningu í níu daga, — efri deild sjö, þar af finim samfleytt við aðra umræðu, neðri deild í tvo daga —, og setti öll þau met í röksemdafærslu, sem hægt er að setja utan- klepps á íslandi. Hriflu-Jónas, sem að sögn Tímamanna kann ekki venjulegar barnaskólaritreglur og getur ekki lesið próförk, hélt í þinginu ca. tiu ræður um þessi vísindi, þar á meðal eina, sem stóð í tvo daga. En hversu oft sem samþykkt verður á Alþingi að hafa á Islendingasögum þá stafsetningu, kennda við Wimmer, sem upp var fundin í Danmörku til að sanna, að Islendingasögur væru ekki ritaðar á máli hinna holdsveiku, lúsugu skrælingja norður hér. heldur á einhverju fínu máli, sem hét „old-nordisk“ (kallað í Nor- egi ,,gammelnorsk“), mun aldrei verða hægt að sannfæra þjóðina um að Danir eigi að kenna okkur íslenzku. Gegn þessari dönsku stafsetningu, sem Hriflu-Jónas kappkostar að gera að pólitísku höf- uðmáli íslendinga 1943, standa allir beztu menn þjóðarinnar, en þjóðin sjálf, a. m. k. unga kynslóðin. neitar að lesa hana, hversu góðar sem bækurnar eru. Ég get sagt andstæðingunum, að þó hið gamla danska þrælsmerki sitji djúpt í þeim sjálfum, mun engin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.