Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 34
28
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
skotssögur óskyldar meginkjarna bókarinnar, sem höf. eða afskrif-
arar hafa af einhverjum ástæðum viljað láta fljóta með, og, í
samræmi við það, allar síðari tilvísanir textans til atburða og per-
sóna hinna úrfelldu staða. En því má ekki gleyma, að þótt slík að-
ferð sé höfð um sumar útgáfur, gerðar í einhverjum ákveðnum til-
gangi, t. d. handa barnaskólum eða fyrstu bekkjum unglingaskóla,
þá er þetta engan veginn algild regla, og jafn sjálfsagt að gefa þess-
ar bækur einnig út með nákvæmum heildartexta á nútímastafsetn-
ingu.
Þótt undarlegt sé, er Alþingi orðinn mikill vettvangur bók-
menntalegrar gagnrýni, ólikt því sem tíðkast hjá öðrum þjóðum,
þar sem menntamenn, rithöfundar og fræðimenn sinna slíku starfi
í opinberum málgögnum. Meira að segja Ingólfur auminginn á
Hellu ikjötverð, hrossakjöt) og Gísli Jónsson vélstjóri (m.s. Þor-
móður) gerðust lærifeður í þessu akademíi. Annar sagðist ætla að
bjarga Njálu, hinn sagðist þegar hafa bjargað menningu íslands í
Amsterdam í Hollandi og færði „ruk“ fyrir því. Laxdæluútgáfa
mín sætti þungum dómum á hinu hlægilega stafsetningar-Alþingi
því, sem nú var háð, einkum og sér í lagi hjá þeim stafsetningar-
alþingismönnum, sem ekki liöfðu lesið hókina og vissu ekkert um
hvað þeir voru að tala, — voru aðeins æstir út af einhverju, sem
þeir vissu ekki almennilega hvað var (liklega helzt landbúnaði!).
Það er alveg rétt, nokkrar misfellur, sumar meira að segja dá-
lítið leiðar, eru á Laxdæluútgáfu minni, fjarri fer, að mér sé
nokkur launung á því. En misfellurnar liggja ekki í úrfellingun-
um, sem öllum dómbærum kemur saman um, að vel séu heppnaðar.
úr því nokkrar voru gerðar á annað borð, — en um það má deila
endalaust. Ég efast um, að af öllum þeim fjöhnörgu afskriftum, sem
gerðar hafa verið af Laxdælu fyrr og síðar, standi sjálf sagan öllu
betur en í þessu formi, a. m. k. hvergi eins plastiskt. Misfellurnar
eiga orsök sína í hinum mjög svo óvenjulegu aðstæðum, sem hókin
varð til undir, og sennilega mun einsdæmi um nokkra hók prent-
aða á Islandi. Skal ég nú í sem allra fæstum orðum skýra ger frá
þeim, — ekki til að afsaka mig, því bæði álít ég glæpinn smáan í
samanburði við allar þær falsanir, sem gerðar hafa verið á ís-
lendingasögum, og eins stendur verk mitt til bóta í seinni útgáfu,