Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 45
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
39
son og lömuðum flokki hans og náðu sterkri meirihlutaaðstöðu
við kjör þings og forseta og héldu þeirri aðstöðu í tólf ár sam-
fleytt. Á þessu tólf ára tímabili gerðust ýmsir þeir atburðir í
Bandaríkjunum, innanlands og í utanríkismálum, sem vöktu gremju
heima fyrir og undrun erlendis. Má til dæmis um utanríkismálin
nefna viðleitni til að gera Þjóðabandalagið áhrifalaust svo og
afstöðuna til smáríkjanna í Mið-Ameríku, sem var í stuttu máli á
þá lund, að þau voru leynt og Ijóst beitt yfirgangi og ofbeldi, hve-
nær sem auðhringum Bandaríkjanna bauð svo við að horfa vegna
viðskipta og eigna sinna í þessum nágrannalöndum.
Nefna má sem dæmi um afstöðuna til sjálfstæðu ríkjanna í Mið-
Ameríku ihlutunina í Guatemala, Nicaragua og Mexico.
Hughes utanríkisráðherra Bandaríkjanna sendi hersveitir til
Guatemala snemma á árinu 1922 til styrktar uppreisnarstjórn, sem
hafði meirihluti þjóðar sinnar á móti sér, en haf-ði lofað auðmönn-
um Bandaríkjanna sérstökum hlunnindum.
Á stjórnarárum Coolidge forseta voru send herskip og land-
gönguhersveitir til Nicaragua. Frestað var valdatöku löglega kjör-
ins forseta og hersveitir Bandaríkjanna látnar standa vörð á kjör-
stöðunum við almennar kosningar og hafa í hótunum við kjós-
endur. Var þetta gert að undirlagi Wallstreetauðmanna, sem áttu
hagsmuna að gæta í Nicaragua.
í Mexico var ekki alveg eins hægt um vik fyrir Bandaríkin og
þurfti meira við til þess að hafa þar tögl og hagldir en senda þang-
að nokkur herskip. Þó vílaði Kellogg utanríkisráðherra ekki fyrir
sér að krefjast þess 1925, er þingið í Mexico samþykkti lög, sem
komu óþægilega við hagsmuni Standard Oil félagsins, að lög þessi
yrðu afnumin eða þeim breytt á þá lund, sem olíukongarnir töldu
hagsmunum sínum nauðsynlegt.
Ýmis dæmi mætti tilfæra frá þessu tímabili um íhlutun á Haiti,
Cuba og víðar, svo og um stjórnarfar í Costa Rica, sem verið hefur
nýlenda Bandaríkjanna síðan 1898. í byrjun þessa stríðs voru
meðaltekjur bænda í Costa Rica 135 dollarar á ári, en barnadauði
hlutfallslega meiri þar en í nokkru öðru landi hnattarins.
Svo sem kunnugt er, og þegar er fram tekið, hefur Roosevelt
á ný hafið á loft merki frjálslyndis og réttlætis í stjórnarstefnu