Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 54
48 TIMARIT MALS OG MENNINGAl! Eftir all-langa hrakninga um nokkrar af hinunr frjóu sveitum Englands hafði faðir hans loks staðnæmzt í einni þeirra og tekizt að byggja sér lítið hús yzt í landareign bóndans á efsta bænum í dalnum. Og jafnframt því, sem þeir feðgarnir stunduðu daglauna- vinnu hjá bóndanum og niðri í þorpinu, höfðu þeir komið sér upp kartöflugarði, nokkrum svínum og allmörgum hænsnum. Fyrir þessu ríkidæmi var Tonnny nú ábyrgur, því að móðir hans var lítt vinnufær sökum giktveiki, og nú hafði hún ekki aðra sér til aðstoð- ar en tvo bræður hans, sem voru svo ungir, að hið mikla skyldu- kall náði ekki til þeirra. Hann vantreysti þeim ekki að setja niður kartöflur, gæta svína og hænsna undir stjórn móður þeirra, og þeir voru fyrir löngu byrjaðir að vinna hjá bóndanum, rífa upp næpur með hlújárni og sitja yfir fé og nautgripum. En hver átti að fara með eggin og fleskið á markaðinn? Strákarnir mundu láta snuða sig. Það spratt kaldur sviti fram á enni hans við þá hugsun. Nei, það mátti búast við, að allt færi í niðurníðslu á þessu heimili, sem kostað hafði svo marga svitadropa, sparnað og fórnir, nú, þegar vantaði höfuðið, herforingjann, jafnvel þótt allir reyndu að gera skyldu sína. Svo var það dálítið enn, sem ekki kom búskaparmálum beinlínis við, en óbeiidínis þó — í framtíðinni: Peggy. Hún átti heima í koti í landareign bóndans á næst efsta bænum í dalnum og hafði sam- þykkt tilboð Toinmyar að flytja sem húsfreyja í kotið í landar- eign bóndans á efsta bænum í dalnum, þegar fylling tímans var kom- in. Hann laumaðist til að taka upp úr pússi sínu. þar sem hann geymdi skilríki sín, ljósmynd af freknóttri stúlku með uppbrett nef og hvíta skögultönn í efra gómi. Freknurnar sáust reyndar ekki á myndinni og Tonnny fannst hún þess vegna alltaf dálítið fölsuð. En hann vissi, að stúlkan sjálf var með öllu ófölsuð, og seinustu samfundir þeirra vöktu hjá honum sáran trega og gerðu þetta bölv- að stríð og allt skvldukall, hversu hátíðlega sem það var orðað, að meiningarlausri vitleysu. Hann tók engan þátt í spilamennsku félaga sinna á leiðinni, né öðru því, er þeir höfðu sér til afþreyingar, og átti fremur erfitt með að samlagast þeim. Honum virtist þeir áhugalausir um skylduna, sem þeir áttu að fara að inna af hendi. lífið og framtíðina. Þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.