Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 63
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
57
Hún hefur orðið að barnavísu, sem til er í mörgum tilbrigðum. En
slíkt eru undantekningar. Vanalega er uppruninn ókunnur. Og
margt af þessu er því líkast sem það hafi aldrei orðið til, beldur
alltaf verið það, það sýnist vera gamalt eins og steinabrú, það hef-
ur ekki brag eins manns, heldur virðist gætt reynslu þjóðarinnar
allrar, vizku hennar og orðkynngi. Og því köllum við þennan kveð-
skap þjóðkvœði.
Fornlegastur er sá flokkur þjóðkvæðanna, sem var fræðilegur
eða bagnýtur að efni. Spakmælavísur eða stefjuð orðtæki, þar sem
menn lýstu reynslu sinni um veðráttu eða búpening, um hin kyn-
legu fyrirbrigði mannlífsins, eða kynnum sínum af dulmögnum
náttúrunnar, varúðum og vítum, fyrirboðum og forspám. í þeim
flokki eru bænir og galdraþulur. Hverjum leik og hverjum sið
fylgdu formálar:
„Komi jieir sem koma vilja,
veri Jieir sem vera vilja,
fari beir sem fara vilja,
mér 02 mínum
að meinalausu,"
sögðu menn, þegar þeir buðu álfum heim. Menn buðu Góu í bæ-
inn, heilsuðu upp á Drangey, þegar þeir fóru að veiða þar fugl.
Fyrir austan tíðkaðist leikur, sem var kallaður karlsleikur: hon-
um fylgdu orðstef með föstu hljóðfalli, og mátti það heita stærðar-
leikrit, ef nokkur stafur hefði verið skrifaður. Þjóðlífið er að fá-
tækara, þegar allt þetta er týnt og tröllum gefið.
í þessum flokki þjóðkveðskapar er rnargt fornlegt, og hygg ég
megi rekja feril hans frá síðari tímum aftur í gráa forneskju, án
þess nokkurstaðar slitni í sundur. Margir munu hafa veitt því at-
hygli, að málshættir eru oft stuðlaðir og með reglulegu hlj óðfalli:
þegar að er gáð, sverja þeir sig þá stundum í ætt fornra bragar-
hátta, einkum fornyrðislags:
Guð er á himnum,,
gras á jörSu,
eða:
Allt er matur,
sem í magann kemur,