Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 93
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
87
stundaður. Menn mega ekki starfa, hvorki við landbúnað né annað,
eins og þeir væru í álögum einhverrar vondrar stjúpu, heldur eins
og frjálsir menn skyni gæddir, sem spyrja: hvers vegna, og svara:
vegna þess.
Landbúnaðurinn er fyrsl og fremst matvælaframleiðsla þjóðar-
innar. En það er um leið sjálfsögð krafa, að þeir menn, sem stunda
þessa framleiðslu, geti með ávexti iðju sinnar séð sómasamlega
fyrir þörfum sín og sinna. Ef landbúnaður er rekinn í einhverjum
öðrum lilgangi en framleiða landbúnaðarvörur handa þjóðinni, og
sjá um leið framleiðendum sjálfum fyrir sæmilegum lífskjörum
saman borið við aðrar starfsgreinar, þá er þessi atvinnuvegur ó-
hagnýt vinnubrögð, orkusólundun, sem á engan þjóðhagslegan
grundvöll né þjóðfélagslega réttlætingu. Eg benti í grein minni á,
að með þeirri skipan, sem nú væri höfð á Jjessari framleiðslustarf-
semi, væru áhöld um fyrir hvors þörfum hún sæi miður, markaðar-
ins eða framleiðendanna sjálfra, og væri Jiannig ekki nema með
takmörkuðum rétti hægt að kalla Jjetta atvinnuveg í alvarlegri merk-
ingu þess orðs.
Fyrir stuttleika sakir skal ég í Jætta sinn takmarka ræðuna við
framleiðslu tveggja vörutegunda, kjöts og smjörs, en ])ar speglast
ástandið einmitt á lærdómsríkan hátt.
Um neyzlukjöt, í okkar tilfelli kindakjöt, vitum við, svo litlu
skakkar, eða getum vitað, hvert magn innanlandsmarkaðurinn út-
heimtir af vöru ])essari á ári hverju. Nú má vitaskuld auka markað-
inn að mun með Jjví að aflétta því ofsaverði, sein bannar almenn-
ingi daglega neyzlu Jsessarar vöru, og koma henni niður í skaplegt
verð, svipað því sem tiðkast í öðrum kjötneyzlulöndum; en eins og
ég sannaði í haust í Þjóðviljanum með óyggjandi tölum frá Við-
skiptaskrifstofu Bandaríkjanna hér, vinnur hafnarverkamaður í New
York fyrir hálfu fjórða kilói af fyrsta flokks neyzlukjöti á einni
klukkustund í dagvinnu, meðan reykvískur hafnarverkamaður vinn-
ur fyrir tveim þriðju úr kílói af almennu neyzlukjöti á sama tíma.
En hvort við etum mikið eða lítið af Jæssari fæðutegund, ])á er
auðvelt að sjá, hve mikið ])arf að framleiða af henni árlega til að
fullnægja eftirspurninni. Þetta magn ])arf að framleiða, og það
verður að gerast á sem hagkvæmastan hátt á þeim svæðum lands-