Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 94
88 TIMARIT MALS OC MENNINGAR ins, sem bezt henta til framleiðslu þessarar vöru, í fyrirtækjum af þeirri stærð og með því fyrirkonrulagi, sem tryggir að ekki sé sól- undað vinnukrafti né fjármunum. Komi það hins vegar í ljós, að ekki sé hægt að framleiða kindakjöt og aðrar sauðfjárafurðir á ls- landi þannig, að verð og gæði standist samkeppni við sömu vöru erlendis, hlýtur þar að koma, ofur einfaldlega, að við hætturn fram- leiðslu kindakjöts. Ef tollmúrar hrynja, verndartollar verða af- numdir, samþjóðlegur gjaldmiðill í milliríkjaviðskiptum verður settur í heiminum, eins og fulltrúar Bandamanna lýsa yfir, að gert muni að stríðslokum, getur það hæglega orðið til þess, að fram- leiðsla sauðfjárafurða leggist niður á Islandi og vér kaupum þess- ar vörur frá útlöndum við litlu broti þess verðs, sem framleiðslu- kostnaðurinn skapar íslenzku kjöti. í rannsóknum þeim, sem Bún- aðarfélagið hefur látið gera undir ágætri leiðsögn Guðmundar Jóns- sonar landbúnaðarkennara, hefur komið í ljós, að framleiðsluhátt- um í íslenzkum landbúnaði er yfirleitt svo áfátt, orkusólundun land- verkamanna svo mikil, einkum í þeim smábýlum, sem ekki hafa tök á að nýta vinnuaflið á grundvelli verkaskiptingar, að jafnvel þótt verð landbúnaðarafurða væri stórhækkað frá því ofsaverði sem nú við gengst, væru tekjur smábænda af búum sínum, þrátt fyrir alla opinbera styrki, ekki þess megnugar að veita þeim lífskjör til jafns við menn í öðrum starfsgreinum þjóðfélagsins. Með því lagi að hafa íslenzkt kindakjöt svo dýrt, að það getur ekki orðið dagleg neyzluvara almennings í landinu, er sköpuð á því offramleiðsla, sem talin er nema allt að tveim þúsundum tonna ár- lega, en fólk verður að lifa á hrossakjöti. A síðasta Alþingi var samþykkt utan fjárlaga að heimiluð skyldi úr ríkissjóði ótakmörkuð fjárfúlga, sem allt eins gat numið 30—40 milljónum króna, til þess snjallræðis að verðbæta landbúnaðarvörur, sem svo er kallað. Gald- urinn er sá, að sett er af pólitískum atkvæðaspákaupmönnum eitt- hvert handahófsverð, aðeins nógu afkáralegt, á landbúnaðarafurðir. og séu afurðirnar síðan seldar undir þessu opinbera verði, er ríkið látið borga framleiðendum mismuninn. Borgaraflokkarnir keppast um, hver geti látið sér detta í hug að bjóða bændum hærri fúlgur fyrir atkvæði þeirra á þennan hátt; þessi iðja er kölluð landbún- aðarpólitík! Síðan er rifizt um, hvort eigi að nefna þennan hjákát-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.