Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 94
88
TIMARIT MALS OC MENNINGAR
ins, sem bezt henta til framleiðslu þessarar vöru, í fyrirtækjum af
þeirri stærð og með því fyrirkonrulagi, sem tryggir að ekki sé sól-
undað vinnukrafti né fjármunum. Komi það hins vegar í ljós, að
ekki sé hægt að framleiða kindakjöt og aðrar sauðfjárafurðir á ls-
landi þannig, að verð og gæði standist samkeppni við sömu vöru
erlendis, hlýtur þar að koma, ofur einfaldlega, að við hætturn fram-
leiðslu kindakjöts. Ef tollmúrar hrynja, verndartollar verða af-
numdir, samþjóðlegur gjaldmiðill í milliríkjaviðskiptum verður
settur í heiminum, eins og fulltrúar Bandamanna lýsa yfir, að gert
muni að stríðslokum, getur það hæglega orðið til þess, að fram-
leiðsla sauðfjárafurða leggist niður á Islandi og vér kaupum þess-
ar vörur frá útlöndum við litlu broti þess verðs, sem framleiðslu-
kostnaðurinn skapar íslenzku kjöti. í rannsóknum þeim, sem Bún-
aðarfélagið hefur látið gera undir ágætri leiðsögn Guðmundar Jóns-
sonar landbúnaðarkennara, hefur komið í ljós, að framleiðsluhátt-
um í íslenzkum landbúnaði er yfirleitt svo áfátt, orkusólundun land-
verkamanna svo mikil, einkum í þeim smábýlum, sem ekki hafa tök
á að nýta vinnuaflið á grundvelli verkaskiptingar, að jafnvel þótt
verð landbúnaðarafurða væri stórhækkað frá því ofsaverði sem nú
við gengst, væru tekjur smábænda af búum sínum, þrátt fyrir alla
opinbera styrki, ekki þess megnugar að veita þeim lífskjör til jafns
við menn í öðrum starfsgreinum þjóðfélagsins.
Með því lagi að hafa íslenzkt kindakjöt svo dýrt, að það getur
ekki orðið dagleg neyzluvara almennings í landinu, er sköpuð á því
offramleiðsla, sem talin er nema allt að tveim þúsundum tonna ár-
lega, en fólk verður að lifa á hrossakjöti. A síðasta Alþingi var
samþykkt utan fjárlaga að heimiluð skyldi úr ríkissjóði ótakmörkuð
fjárfúlga, sem allt eins gat numið 30—40 milljónum króna, til þess
snjallræðis að verðbæta landbúnaðarvörur, sem svo er kallað. Gald-
urinn er sá, að sett er af pólitískum atkvæðaspákaupmönnum eitt-
hvert handahófsverð, aðeins nógu afkáralegt, á landbúnaðarafurðir.
og séu afurðirnar síðan seldar undir þessu opinbera verði, er ríkið
látið borga framleiðendum mismuninn. Borgaraflokkarnir keppast
um, hver geti látið sér detta í hug að bjóða bændum hærri fúlgur
fyrir atkvæði þeirra á þennan hátt; þessi iðja er kölluð landbún-
aðarpólitík! Síðan er rifizt um, hvort eigi að nefna þennan hjákát-