Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 111
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 105 dyljast oss ekki þessar fyrirmannlegu hugsjónir, sem heimta frjálsara og veg- iegra hlutskipti til handa sem jlestum mönnum en unnt var að öðlast meðal norrænna bænda fyrir víkingaöld. Vér megum gera ráð fyrir, að fyrir þeim mönnum, sem forgöngu höfðu um að nema Island, hafi vakað annað og meira en draga fram lífið eða jafnvel bæta búskaparhag sinn. Þeir œtluðu sér að lija þar höfðinglegra lífi en þeir höfðu átt kost í lieimahögum sínum. Þessi hugsjón er sameiginleg öllum þeim, sem mótaðir voru af anda aldarinnar og hreyfingarinnar. Hún skipti í raun réttri meira máli til jramhúðar en mis- munur á œtterni eða þjóðerni“ (bls. 76, leturbreytingar hér). Krafan um hin mannsæmu kjör handa sem flestum, máttugasta byltingar- krafa allra tíma, var því einhver ríkasta hvötin, sem þjóðfélag landsins mótað- ist af og nýtur um allan aldur. Hér urðu mannréttindi jafnari en í Noregi, stéttagreining aldrei skörp né fordómar uni blóðblöndun ríkra og óríkra og jafnvel þrælaætta, er hurfu brátt inn í þjóðstofninn (sbr. Rígsþulu, sem höf. telur mjög íslenzka vegna þess m. a., að allar stéttir eru þar einnar ættar). íslendingar urðu þeir frjálshyggjumenn í trúarefnum, að val ntilli guða var þeint frjálst og af þeim rökum völdu þeir Hvíta-Krist um 1000. Val milli goða, veraldarhöfðingja, átti sömuleiðis að vera frjálst, og byggðist þjóðveldið forna á hinum frjálsa samningi þegns og goða. Þegar stórhöfðingjar risu hér og beittu auði sínum og hernaðarmætti á upplausnartímanum, Sturlungaöld, lil að setja tómt ofbeldi og valdboð í stað þessa þjóðfélagssamnings, náði andi frelsis og mannréttinda sér niðri með því í sagnarituninni að láta smá- bændur, konur, verkmenn og jafnvel þræla sýna vitsmuni og vaskleik á við tigna menn, en hvorki eru héraðshöfðingjar landsins né konungar á borð við heilagan Olaf hafnir þar yfir mennska bresti. Þegar menn deila um, hvort nokkur gullöld hafi nokkru sinni komið á ís- landi, er ágreiningnrinn liingum mestur um það, hvað verðskuldi gullaldai nafn, og kemur hér ekki mjög við málin. Um þrjár aldir farnaðist þjóðveld inu vel, og það er hár skipulagsaldur með smáþjóðum. Vitanlega bar það sjálft í sér fræ til tortímingar sér, þar sem upphaf þess og eðlisfar var bylt- ing fremur en varðveizla í kyrrstöðu og mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Rýrnun náttúrugæða við ofnotkun og rányrkju var einnig hnignunarorsök. Ekki var ástæðulaus hin megna vantrú á íslandi, eignuð fulltrúa forbyltingarkynslóðar, rótfasta höfðingjanum Katli flatnef: „I þá veiðistöð kem ég aldrei á gamals aldri.“ Ileldur fór hann vestur um haf, kvað sér þar virðast mannlífi gott. En bókmenntir okkar, löggjöf og sitt- hvað fleira eru til marks um það, að í samanburði við ýmis grannlöndin varð um skeið á íslandi mannlífi gott. Enginn getur borið á íslenzka menning, að hún sé niðurrifsrit. Samt kann þeim að sárna, sem héldu, að Islendingar væru ættgöfgastir Norðurlanda- þjóða, og hafa verið gramir Ara Þorgilssyni fyrir að láta þetta trúaratriði ósagt eða verr en ósagt, — karlinn virðist halda, að kotungalýður heilla byggða í Noregi hafi strokið út til íslands. — Nú gerir höfundurinn allvel
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.