Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 3
TIMARIT
MÁLS OG MEMmGAR
Ritstjóri: Kristinn E. Andrésson
Júlí 1946 2. hefti
„Látum oss ímynda oss, að vér yrðum jyrir árásum útlendrar
þjóðar og hún tæki sér nokkra staði í landinu og byggi þar um
sig meir og meir; œttum vér þá að horja á meðan hún vœri að
því, og sitja aðgerðalausir?“ — Jón Sigurðsson.
Eftir kosningaúrslitin er hæltan í sjálfstæðismáli Islendinga miklu uggvæn-
legri en áður. Samkvæmt skýrslu ríkisstjórnarinnar tók Bandaríkjastjórn það
fram, að hún frestaði aðeins „í bili“ kröfum sínum til herstöðva hér á landi.
Bandarískir blaðamenn túlkuðu þetta orðalag á einn veg: málinu ætti að fresta
fram yfir kosningar. I sumum fréttum var beinlínis tekið fram, að kröfumar
yrðu endurnýjaðar svo framarlega sem borgaraflokkarnir biðu ekki því meira
fylgistap í kosningunum. Enginn efi er því á, að nú eftir kosningarnar rná
vænta þess, að Bandaríkin annaðhvort endurnýi kröfur sínar eða hreiðri hér
um sig til frambúðar í trausti á þegjandi samþykki íslendinga.
I þessu felst beinn voði fyrir þjóðerni, sjálfstæði og tilveru Islendinga.
Hin raunverulega hætta í sjálfstæðismálinu hefur aldrei verið erlend, heldur
innlend. Það eru hinir innlendu ólánsmenn, er styðja kröfur Bandaríkjastjórn-
ar beint og óbeint, sem bera ábyrgð á þaulsetu hersins og dvöl hans til fram-
búðar, ef svo illa fer. Innan íslenzku auðmannastéttarinnar hefur komið í
ljós undanfama mánuði hyldjúp siðspilling, sérstaklega hjá ýmsum stórbrösk-
urum, einnig í forystuliði borgaraflokkanna og hjá ritstjórum borgarablaðanna.
I grein, sem ég ritaði í Þjóðviljann 22. og 23. júní s.l., benti ég á þessa hættu
í sjálfstæðismálinu og dró saman nokkur höfuðatriðin í hinni ótrúlegu harm-
sögu Islands síðustu mánuðina, og eru þau þessi:
1. Hér koma út málgögn (jafnvel studd af heilum stjórnmálaflokkum) sem
leyfa sér að krefjast þess opinberlega, að Islendingar gangi til samninga við
erlent stórveldi um afsal landsréttinda sinna.
2. Það tekur Alþingi íslendinga og ríkisstjórn á annan mánuð að svara neit-
andi jafn ósvífinni kröfu og fram kom í orðsendingu Bandaríkjastjómar 1.
október s.l.
3. Þegar neitun loks hefur verið gefin, kostar það harða baráttu af hálfu
þjóðarinnar að fá þá neitun gerða heyrinkunna.
4. Af 52 alþingismönnum Islendinga fást aðeins 15 til að gefa ákveðið svar
við því, að þeir vilji ekki leigja erlendum ríkjum herstöðvar.