Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 111
STUTTIiOF
221
fyrr en á 16. degi, og afleiðingin varð sú, að um 800 fangar dóu
úr hungri og sjúkdómum.
Sjúkdómar og dauði geisuðu einnig hjá okkur í þær fimm vikur,
sem við lágum kasaðir í Nawitz. Fyrst fengum við næstum allir
blóðsótt. Afleiðingunum af því er tæpast hægt að lýsa. Hægt er að
gera sér í hugarlund, hvernig ástandið var, þar sem 120 manns
lágu í kös í einni stofu án þess að geta hreyft sig, og hver þurfti út
í niðamyrkri sex til sjö sinnum á nóttu til þess að ganga örna sinna.
Því næst fengum við lús, svo að allt varð krökkt. Af henni stafaði
svo útbrotataugaveiki. Af okkur 90 Dönum fengu 40 útbrotatauga-
veiki í einu. Við þessar aðstæður dó einn af félögum okkar um
miðjan febrúar.
Hinn 1. marz klauf Rauði herinn eins og kunnugt er Pommern
í tvennt með því að sækja til strandar milli bæjanna Stolp og
Kiislin. Þar með lokuðumst við inni í austari hringnum, sem einnig
lukti um Gdynia og Danzig. Við gátum stöðugt síðustu vikurnar
heyrt í fallbyssunum á vígstöðvunum. Það var rödd frelsisins eða
dauðans, sem við heyrðum. Nú vissum við, að líf okkar var komið
undir tilviljun og heppni. Astandið í fangabúðunum var hræðilegt.
Á tæplega 5 vikum voru yfir 100 fangar dauðir, og helmingurinn
lá dauðsjúkur af útbrotataugaveiki. Síðan kom skipun nóttina á
milli 9. og 10. marz að leggja af stað og fara í einni lotu til hafnar-
bæjarins Putzig rétt suður af Hela-skaganum. Þaðan var ætlunin að
flytja okkur út í skip. Þegar við lögðum af stað fyrrnefnda nótt,
voru aðeins 346 ferðafærir af hinum upprunalega 1198 manna
flokki. Hinir voru annað hvort dauðir eða voru skildir eftir í Nawitz,
þar á meðal 26 Danir, sem lágu í útbrotataugaveiki.
Enginn okkar gleymir nokkurn tíma þeirri nótt, hvorki þeir, sem
urðu eftir eða við, sem lögðum af stað. Við gengum nú aftur og
enn var stórhríð. Við gengum alla nóttina og tókum þátt í undan-
haldi Þjóðverjanna frá Lauenburg i áttina til Gdynia. Og aftur lágu
félagar okkar á vegarbrúnunum dauðir og deyjandi með blæðandi
skotsár í hnakkanum. Við gengum eins og í svefni fram á dag. Þá
heyrðum við í bryndrekabyssum Rauða hersins aðeins fáa kíló-
metra fyrir aftan okkur. SS-foringinn, sem stjórnaði ferðinni, nam
nú staðar í dálitlu þorpi, Schweslin að nafni, og lokaði okkur inni