Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 111
STUTTIiOF 221 fyrr en á 16. degi, og afleiðingin varð sú, að um 800 fangar dóu úr hungri og sjúkdómum. Sjúkdómar og dauði geisuðu einnig hjá okkur í þær fimm vikur, sem við lágum kasaðir í Nawitz. Fyrst fengum við næstum allir blóðsótt. Afleiðingunum af því er tæpast hægt að lýsa. Hægt er að gera sér í hugarlund, hvernig ástandið var, þar sem 120 manns lágu í kös í einni stofu án þess að geta hreyft sig, og hver þurfti út í niðamyrkri sex til sjö sinnum á nóttu til þess að ganga örna sinna. Því næst fengum við lús, svo að allt varð krökkt. Af henni stafaði svo útbrotataugaveiki. Af okkur 90 Dönum fengu 40 útbrotatauga- veiki í einu. Við þessar aðstæður dó einn af félögum okkar um miðjan febrúar. Hinn 1. marz klauf Rauði herinn eins og kunnugt er Pommern í tvennt með því að sækja til strandar milli bæjanna Stolp og Kiislin. Þar með lokuðumst við inni í austari hringnum, sem einnig lukti um Gdynia og Danzig. Við gátum stöðugt síðustu vikurnar heyrt í fallbyssunum á vígstöðvunum. Það var rödd frelsisins eða dauðans, sem við heyrðum. Nú vissum við, að líf okkar var komið undir tilviljun og heppni. Astandið í fangabúðunum var hræðilegt. Á tæplega 5 vikum voru yfir 100 fangar dauðir, og helmingurinn lá dauðsjúkur af útbrotataugaveiki. Síðan kom skipun nóttina á milli 9. og 10. marz að leggja af stað og fara í einni lotu til hafnar- bæjarins Putzig rétt suður af Hela-skaganum. Þaðan var ætlunin að flytja okkur út í skip. Þegar við lögðum af stað fyrrnefnda nótt, voru aðeins 346 ferðafærir af hinum upprunalega 1198 manna flokki. Hinir voru annað hvort dauðir eða voru skildir eftir í Nawitz, þar á meðal 26 Danir, sem lágu í útbrotataugaveiki. Enginn okkar gleymir nokkurn tíma þeirri nótt, hvorki þeir, sem urðu eftir eða við, sem lögðum af stað. Við gengum nú aftur og enn var stórhríð. Við gengum alla nóttina og tókum þátt í undan- haldi Þjóðverjanna frá Lauenburg i áttina til Gdynia. Og aftur lágu félagar okkar á vegarbrúnunum dauðir og deyjandi með blæðandi skotsár í hnakkanum. Við gengum eins og í svefni fram á dag. Þá heyrðum við í bryndrekabyssum Rauða hersins aðeins fáa kíló- metra fyrir aftan okkur. SS-foringinn, sem stjórnaði ferðinni, nam nú staðar í dálitlu þorpi, Schweslin að nafni, og lokaði okkur inni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.