Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 100
210
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lonka og Cemnity stormsveitarundirforingja og fréttastjóra í Stutt-
hof.
Síðustu mánuði stríðsins var mestur hluti hinna grænu tekinn úr
fangabúðunum. Þeir voru klæddir í SS-einkennisbúninga og sendir
til vígstöðvanna, sem úrvalslið hinnar þýzku og germönsku herra-
þjóðar til þess að berjast við heimsóvininn og auðvaldssinnana.
Þessir afbrotamenn höfðu meðal annars það hlutverk að hindra
að fangarnir fengju einnar mínútu næði í einu. Og það heppnaðist
fullkomlega. Einkum meðan fangarnir voru „Zugængera“, þ. e. a. s.
nýkomnir. I vinnuflokkunum beittu þeir fangana ofbeldi, mis-
þyrmdu þeim og drápu þá hópum saman. Veturinn 1944 var það
ekki sjaldgæft, að af hundrað föngum, sem var boðið út, komu 10
dauðir heim að kveldi. Það var uppskera dagsins í einum vinnu-
flokki. Þeir dóu úr hungri, ofþreytu, barsmíðum, misþyrmingum
eða voru blátt áfram myrtir af þeim grænu. Þessar fáu stundir, sem
fangarnir fengu til svefns í troðfylltum, óhreinum og lúsugum
bröggum, voru þeir grænu á erli um að fangarnir fengju ekki ró.
Vald þeirra var óskorað. Við skulum aðeins athuga, hverskonar
persónur þetta voru, eins og við Danirnir kynntumst þeim.
I þeim bröggum, sem flestir Danirnir bjuggu, ríktu nokkrir af
þessum heiðursmönnum hver á eftir öðrum sem hverfisstjórar. Nr.
1 var þjófur og morðingi frá Vín. A líkama hans var ekki hægt að
finna fersentimetra, sem ekki var tattóveraður. Hörundsflúrið á þess-
um manni var svo gróft og klámkennt, að jafnvel kynfærin voru
uppteiknuð hér og hvar. Hann var geðveikur og kynvilltur. Hvað
marga hann drap í Stutthof er ekki hægt að henda reiður á. Einn af
hinum síðustu var Gyðingur, sem vildi ekki vera þátttakandi í kyn-
villu hans. Hann dó í Stettín, að því er sagan hermir, eftir að hafa
drukkið venju fremur stóran skammt af tréspíritus.
Nr. 2 var pólskur rauðliði. Hann hafði verið í pólsku mótspyrnu-
hreyfingunni og svikið félaga sína í hendur Gestapómannanna og
var nú hlýðið leigutól hjá Gestapó og SS, en slikt kom oft fyrir
með hina svokölluðu „rauðu“ í fangabúðunum. Hann stal öllu
steini léttara, barði fólk til bana til þess að svala hinum spilltu