Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 52
162
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hluta, fær öllu sínu framgengt með raunverulegu alræðisvaldi,
jafnvel þótt hvergi sé í formsatriðum vikið frá vettvangi hins þing-
ræðislega lýðræðis. Hin kemur engu fram á þeim vettvangi, á með-
an lögmál þingræðisins eru ein að verki, en verður að sætta sig
við miskunnarlausa nauðung meirihlutavaldsins.
Hér er raunar ástæða til að athuga eðli meirihlutavaldsins nokkru
nánar. Því er haldið fram, að ákvörðunarvald meiri hlutans sé
æðsta grundvallarregla alls lýðræðis. Ekkert er fjær sanni, ef hags-
munir þess minni hluta, sem um er að ræða, eru andstæðir og ó-
samrýmanlegir hagsmunum meiri hlutans. Það er að vísu rétt, að
þar sem einstaklinga til tekinnar heildar greinir á um eitthvert efni,
reynist úrskurðarréttur meiri hlutans að jafnaði nytsamleg og enda
nauðsynleg starfsregla. Og þessi starfsregla er lýðræðisleg í fyllsta
mæli, þegar um er að ræða heild, þar sem einstaklingarnir eiga sér
sams konar hagsmuni og stefna að sameiginlegu markmiði. Minni
hlutinn getur þá af fúsum vilja beygt sig undir ákvörðun meiri
hlutans í vitund þess, að það er heildinni og þar með honum sjálf-
um til hagnaðar. En þar sem heildin skiptist í fylkingar, sem eiga
gagnstæðra hagsmuna að gæta, umhverfist þessi grundvallarregla
lýðræðisins og snýst í andstæðu sjálfrar sín. Meirihlutavald annars
jafngildir þá málefnalegri undirokun hins. En undirokun getur vita-
skuld aldrei samrýmzt sönnu lýðræði, jafnvel þótt hún sé framin
af meiri hlutanum. A því er að öðru jöfnu aðeins stigsmunur, en
enginn eðlismunur, hvort meiri hluti undirokar minni hluta eða
minni hluti meiri hluta, hvort tuttugu undiroka tíu eða tíu tuttugu.
Hér kemur það auk þess til greina, að hinn ráðandi þingræðis-
meirihluti er ekki einu sinni sannur fulltrúi raunverulegs þjóðfélags-
meirihluta. Meirihlutavald hins borgaralega þingræðis reynist því,
er til kemur, réttnefnt og sannkallað meirihlutaofbeldi.
Þrátt fyrir þetta ofbeldi meirihlutavaldsins getur þingræðisminni-
hlutinn að vísu átt þess kost að koma fram mikilvægum málum á
vettvangi þingræðisins gegn eindregnum vilja borgarafylkingarinn-
ar. En það er þá ekki að þakka ágæti hins þingræðislega borgara-
lýðræðis í sjálfu sér, heldur því valdi, sem þessi minni hluti kann
að eiga við að styðjast á öðrum vettvangi. Dæmi um þetta eru ýmis
mannréttindamál, sem fengizt hafa viðurkennd og lögfest annað