Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 107
STUTTHOF
217
tökur í vöxt. Áður höfðu þær ein'nig oft átt sér stað. Annað hvort
voru hinir dæmdu skotnir eða hengdir fyrir utan rafmagnsgirðing-
una, ellegar þeim var slátrað inni í líkbrennslustofunni. Nú var
henging orðin hin almenna aðferð við aftökurnar og fór nú fram
á sjálfri aðalgötu fangabúðanna. Hér var settur upp færanlegur
gálgi fyrir tvo. Það fóru fram margar hengingar síðustu mánuðina
og í hvert skipti var öllum föngunum skipað í raðir með húfuna
í hendinni, meðan hinn óhrjálegi sjónleikur stóð yfir. Ástæðurnar
fyrir aftökunum voru vanalega flóttatilraunir eða þjófnaður að
nóttu til (!).
Hér skal aðeins getið tveggja aftakna, sem áttu sér stað síðustu
mánuðina í Stutthof. Málavextir eru þannig, að hefði eitthvert skáld
á undan stríðinu leyft sér að setja fram svipaða atburði í listarformi,
hefði hann fengið harða dóma fyrir öfgar. Því miður er það, sem
sagt er frá, aðeins naktar, ömurlegar staðreyndir.
Það var miðdegisbil. Gálginn hafði verið reistur eins og venju-
lega í aðalgötu fangabúðanna. Við stóðum eins og venja var til í
röðum með húfuna í hendinni. Þetta skipti átti að hengja tvo fanga.
Mayer stormsveitarforingi las sjálfur upp dóminn, sem hans var
venja, en aðeins þeir, sem stóðu næst, heyrðu hver sökin var, enda
skipti það ekki máli. Hinir tveir dæmdu gengu rólega upp á gálga-
pallinn. Böðullinn leggur snöruna um hálsinn á þeim báðum, geng-
ur niður og eins og venjulega sparkar hann í fallhlemm gálgans.
Þeir falla, en aðeins annar hangir. Hinn stendur beinn og rólegur á
jörðinni. Kaðallinn hefur slitnað! Við höfðum smám saman vanizt á
að láta ekki smámuni á okkur fá, en þó gekk þetta fram af okkur.
Það fór hrollur um okkur og við hnipruðum okkur saman. Böðull-
inn segir eitthvað við dæmda manninn, stóran, þungan Eistlending.
Hann gengur sem fyrr upp þrepin þrjú, er liggja upp á gálgapallinn
og böðullinn leggur snöruna aftur um hálsinn á honum. Hann
stendur þar fast og rólega, hinn dæmdi maður, og við hlið hans
sveiflast félagi hans annað hvort dáinn eða í fjörbrotunum. Böð-
ullinn sparkar aftur í fallhlemminn, Eistlendingurinn fellur og aftur
slitnar reipið!
Það væri ógerningur fyrir mig að lýsa tilfinningum okkar. í
þriðja skiptið gengur hinn karlmannlegi Eistlendingur með ró og