Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 67
MARTIN LARSEN:
Mestu skáldrit
Martins Andersens Nexös
Stálpaður skólapiltur komst ég yfir skáldsögu Martins Andersens
Nexös „Pelle Erobreren“. Nafnið hefur vafalaust að nokkru leyti
freistað mín, þegar ég var að kjósa um hinar mörgu ókunnu bækur,
sem geymdar voru í bókasafni bæjarins. Pelli sigursæli! Það gaf
fyrirheit um áhrifamikla atburðarás. Og bókin var þykk, hvorki
meira né minna en fjögur bindi. Á hinum mörgu blaðsíðum hennar
hlaut að vera rúm fyrir langar frásagnir um þennan mann, sem
hafði áunnið sér svo glæsilegt nafn með sigrum sínum. En ég man,
að það var einnig annað sem laðaði mig. Það var ekkert leyndar-
mál, að höfundurinn hafði hættulegar skoðanir um þjóðfélagið, um
fjármagn og vinnu, um föðurland og alþjóðahyggju, og það gat
hleypt fiðringi í magann á pilti, sem af eðlishvöt var andstæður
harðstjórn hinna fullorðnu. Um sósíalismann vissi ég fátt, og ég
hafði hvorki orðið var við sósíalistahræðslu heima hjá mér né með-
al félaga minna. Það sem maður heyrði helzt voru glettnislegar,
skilningslausar athugasemdir. Stefnuskrá sósíalista var: Enga vinnu
milli máltíða, kjörorð þeirra: Niður með þig, og upp með mig!
Sjálfur þóttist ég finna það, að áður fyrr hefði verið til hugsjóna-
menn, sem gerðu málstað hinna fátæku að sínum, en að nú hefði
tekið við af þeim fólk, sem vildi breyta þjóðfélaginu, en var óþægi-
lega nærstatt og gat þess vegna trauðlega haft á sér hetjublæ. Víst
var uppreisn nauðsynleg; en þrátt fyrir það var engin ástæða til að
brjóta allar umferðareglur!
Bókin gaf mikil fyrirheit, hún gat enzt í marga daga og orðið
hættuleg lexíum og athygli í kennslustundum. Og hún efndi meir en
hún gaf fyrirheit um. Ég held að engin bók hafi haft eins mikil
áhrif á mig hvorki fyrr né síðar. Það, sem hafði verið göfug forn-
öld, kunn úr kennslustundum í sögu, barátta Maríusar gegn Súllu,
12