Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 81
SKÝJABORG
191
til vill var það aðeins afleiðing af önn og erli blaðamennskunnar.
Hinir fornu töfrar mannsins voru ennþá undir hinum nýju yfir-
lætisfullu háttum. Og þegar öllu var á botninn hvolft, hafði Gallaher
kynnzt lífinu og séð sig um í heiminum. Litli-Chandler leit öfundar-
augum á vin sinn.
„Allt er skemmtilegt í París,“ sagði Ignatius Gallaher. „Þeir trúa
á lífsnautnina — og heldurðu að það sé ekki rétt? Ef þú vilt
skemmta þér reglulega vel, verðurðu að fara til Parísar. Og taktu
eftir því, þeir hafa mikinn smekk fyrir allt sem írskt er. Þegar þeir
heyrðu, að ég væri frá írlandi, ætluðu þeir alveg að éta mig, lags-
maður.“
Litli-Chandler dreypti nokkrum sinnum á víninu.
„Segðu mér,“ sagði hann, „er það satt að .... ósiðsemin sé
eins mikil í París og af er látið.“
Ignatius Gallaher bandaði frá sér með hægri hendinni.
„Ósiðsemi er alstaðar,“ sagði hann. „Auðvitað er ýmislegt
gruggugt í París. Farðu til dæmis á stúdentaböllin. Það er líf og
fjör getur maður sagt, þegar kókoltuniar fara að leika listir sínar.
Þú veizt líklega hverjar þær eru?“
„Eg hef heyrt um þær talað,“ sagði Litli-Chandler.
Ignatius Gallaher teygaði viskíið og hristi höfuðið.
„Oh,“ sagði hann, „þú mátt segja, hvað sem þú vilt. Það er eng-
inn kvenmaður til sem jafnast á við Parísarkonuna — í klæðaburði
og framkomu.“
„Er hún þá ekki ósiðsöm borg,“ sagði Litli-Chandler með feimn-
islegri þrákelkni — „ég á við í samanburði við Lundúnaborg og
Dyflinn?“
„Lundúnaborg,“ sagði Ignatius Gallaher. „Hún gefur henni nú
ekki eftir hætis hót. Spurðu Hogan, góðurinn. Ég sýndi honum
svolítið af borgarlífinu þegar hann kom yfrum. Hann mundi opna
augu þín.... Heyrðu, Tommi, blessaður vertu ekki hræddur við
viskíið: drekktu.“
„Nei, í öllum bænum.... “
„0, vertu ekki að þessu, það skaðar ekki að fá sér einn til. Hvað
eigum við að hafa það? Líklega það sarna aftur?“
„Jæja .... þá það.“