Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 41
LÝÐRÆÐI 151 þessu yfirskini að meira eða minna leyti og svipta jafnvel fjölmenna flokka Jjjóðfélagsþegnanna kosningarétti og kjörgengi. Þess eru til að mynda eigi fá dæmi, að verklýðsflokkar í borg- aralýðræðisríkjunum hafi verið bannaðir og blöð þeirra forboðin, og svo hefur verið allt fram á síðast liðið ár um flokk kommúnista í Svisslandi, hinu marglofaða lýðræðisríki, en í brezka samveldis- landinu Kanada var flokkur kommúnista bannaður árið 1931. Hvar var kosningaréttur þeirra manna, sem mundu liafa kosið fram- bjóðendur þessara flokka, hefðu Jreir annars mátt hafa menn í kjöri? í Bretlandi, hinu klassíska lýðræðislandi, eru fylgjendur smærri stjórnmálaflokkanna í raun og veru sviptir kosningarétti að miklu leyti, Jjó að þeim sé leyft að greiða atkvæði, því að vegna aftur- haldslegrar kjördæmaskipunar er einungis stærstu flokkunum tryggð fulltrúatala í nokkurn veginn réttu hlutfalli við atkvæðatölu sína. Þess má hins vegar geta, að þar í landi njóta sumir menn þeiría for- réttinda að hafa tvöfaldan atkvæðisrétt. í Belgíu, ágætu lýðræðislandi á borgaravísu, er konum, meiri hluta þjóðarinnar, ekki leyft að kjósa til þings, og í Frakklandi fengu konur ekki kosningarétt fyrr en á síðast liðnu sumri. í sambandsríkjum Suður-Afríku, einu af samveldislöndum Stóra- Bretlands, eru hinar innbornu blökkuþjóðir, mörgum sinnum fjöl- mennari en hvítir menn, sviptar kjörgengi og kosningarétti að mestu eða öllu leyti, í sumum ríkjunum einnig Gyðingar, Indverjar og ýmsir fleiri þjóðflokkar þar búsettir aðrir en Evrópumenn, svo og allar konur. Yfirleitt svipar stjórnarfarinu í þessu merka lýðræðis- ríki að mörgu leyti til þess, sem tíðkast í löndum fasista, svo að Indverjar hafa til dæmis hótað að kæra stjórn Suður-Afríku fyrir öryggisráði hinna sameinuðu þjóða vegna ýmiss konar réttindaskerð- ingar, sem landar þeirra verða að sæta þar suður frá, og það er stað- reynd, sem oft er vitnað til, að í þessu landi hins mannúðlega Smuts og stjórnar hans er farið með blökkujDjóðirnar líkast því, að þær væru skynlausar skepnur, en ekki mennskir menn. Sums staðar í Bandaríkjunum, hinu mikla öndvegislandi borgara- lýðræðisins, er kosningaréttur kominn undir greiðslu tiltekinnar skatthæðar, sem er ákveðin í þeim tilgangi, að því er almennt er viðurkennt þar í landi, að taka kosningarétt af miklum fjölda svert-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.