Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 41
LÝÐRÆÐI
151
þessu yfirskini að meira eða minna leyti og svipta jafnvel fjölmenna
flokka Jjjóðfélagsþegnanna kosningarétti og kjörgengi.
Þess eru til að mynda eigi fá dæmi, að verklýðsflokkar í borg-
aralýðræðisríkjunum hafi verið bannaðir og blöð þeirra forboðin, og
svo hefur verið allt fram á síðast liðið ár um flokk kommúnista í
Svisslandi, hinu marglofaða lýðræðisríki, en í brezka samveldis-
landinu Kanada var flokkur kommúnista bannaður árið 1931. Hvar
var kosningaréttur þeirra manna, sem mundu liafa kosið fram-
bjóðendur þessara flokka, hefðu Jreir annars mátt hafa menn í kjöri?
í Bretlandi, hinu klassíska lýðræðislandi, eru fylgjendur smærri
stjórnmálaflokkanna í raun og veru sviptir kosningarétti að miklu
leyti, Jjó að þeim sé leyft að greiða atkvæði, því að vegna aftur-
haldslegrar kjördæmaskipunar er einungis stærstu flokkunum tryggð
fulltrúatala í nokkurn veginn réttu hlutfalli við atkvæðatölu sína.
Þess má hins vegar geta, að þar í landi njóta sumir menn þeiría for-
réttinda að hafa tvöfaldan atkvæðisrétt.
í Belgíu, ágætu lýðræðislandi á borgaravísu, er konum, meiri
hluta þjóðarinnar, ekki leyft að kjósa til þings, og í Frakklandi
fengu konur ekki kosningarétt fyrr en á síðast liðnu sumri.
í sambandsríkjum Suður-Afríku, einu af samveldislöndum Stóra-
Bretlands, eru hinar innbornu blökkuþjóðir, mörgum sinnum fjöl-
mennari en hvítir menn, sviptar kjörgengi og kosningarétti að mestu
eða öllu leyti, í sumum ríkjunum einnig Gyðingar, Indverjar og
ýmsir fleiri þjóðflokkar þar búsettir aðrir en Evrópumenn, svo og
allar konur. Yfirleitt svipar stjórnarfarinu í þessu merka lýðræðis-
ríki að mörgu leyti til þess, sem tíðkast í löndum fasista, svo að
Indverjar hafa til dæmis hótað að kæra stjórn Suður-Afríku fyrir
öryggisráði hinna sameinuðu þjóða vegna ýmiss konar réttindaskerð-
ingar, sem landar þeirra verða að sæta þar suður frá, og það er stað-
reynd, sem oft er vitnað til, að í þessu landi hins mannúðlega Smuts
og stjórnar hans er farið með blökkujDjóðirnar líkast því, að þær væru
skynlausar skepnur, en ekki mennskir menn.
Sums staðar í Bandaríkjunum, hinu mikla öndvegislandi borgara-
lýðræðisins, er kosningaréttur kominn undir greiðslu tiltekinnar
skatthæðar, sem er ákveðin í þeim tilgangi, að því er almennt er
viðurkennt þar í landi, að taka kosningarétt af miklum fjölda svert-