Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 93
STUTTHOF
203
þeirra á skipulagðan hátt. Að minnsta kosti urðu gleraugu með
gullumgerð herraþjóðinni ævinlega að herfangi.
Nokkrir stálpaðir drengir á aldrinum 16 eða 17 ára hlupu upp
og niður, brúna og leituðust við eftir megni að hjálpa og styðja
þessa hartleiknu vandamenn sína. Smátt og smátt heppnaðist Gesta-
pómönnunum auðvitað með ópum sínum, óhljóðum og barsmíðum
að gera gamalmennin alveg ringluð. Þau skildu hvorki upp né nið-
ur og hnipruðu sig saman eins og dýr í óveðri. Þá komu allt í einu
nokkrir velaldir Gestapómenn æðandi eftir þilfarinu og hrintu,
börðu og spörkuðu gamalmennunum niður brúna, svo að þau ultu
hvert um annað niður á bryggjuna. Herramennirnir skemmtu sér
ágætlega. Á þilfarinu stóð nú aðeins eftir gömul kona ellihrum,
hrukkótt og skjálfandi. Otti og skelfing höfðu alveg gagntekið
hana. Hún hélt krampakenndu taki í kaðla landgöngubrúarinnar
og skerandi, brjálæðisleg óp komu úr hálsi hennar. I einu vetfangi
stóð Gestapóforinginn sjálfur á brúnni fyrir neðan gömlu konuna.
Alveg óður af bræði þreif hann upp skammbyssu og miðaði á höfuð
hennar.
Nú skýtur hann hana, hugsaði ég.
Ónei. í stað þess snýr hann skammbyssunni við, grípur með
hægri hendinni um hlaupið og lemur með skammbyssuskeftinu á
hinar mögru hendur gömlu konunnar, sem heldur með krampataki
utan um kaðlana. Það kveður við tryllingslegt, skerandi vein. Gamla
konan sleppir takinu, hún veltur yfir sig, og er Gestapómaðurinn
hefur gefið henni vel útilátið spark með stígvéluðum fætinum,
steypist hún niður brúna.
Hefur maðurinn þá aldrei átt móður sjálfur, hugsa ég og loka
augunum. Eg get ekki horft á þetta lengur. Þegar ég lít upp aftur,
sé ég tvo hálfvaxna drengi vera að rogast með aðra gamla konu
í viðbót. Þeir eru ekki nógu sterkir til að bera hana, þess vegna rekst
bakhluti gömlu konunnar stöðugt í rimla brúarinnar. Þannig end-
aði landganga hinna dönsku Gyðinga, hinna sakfelldu friðarspilla,
októbermorguninn í Swinemiinde.
Flutningurinn á okkur til Stutthofs er áþekkur öðrum þrælaflutn-
ingum í þriðja ríkinu. Okkur var kássað saman í ótrúlega óhreinum
flutningavögnum, fimmtíu í hvern, jafnt körlum sem konum. Vagn-