Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 28
138
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
9. Þá eru þeir reifir
er vitu rómu væni,
örvir upp að hlaupa
og árar að sveigja,
hömlur að brjóta
en hái að slíta;
ríkulega hygg eg þá vörru þeysa
að vísa ráði“.
Valkyrja: 10. „Að skálda reiðu vil eg þig spyrja,
alls þú þykist skil vita.
Greppa ferðir
þú munt gjörla kunna
þeirra er með Haraldi hafast“.
%
reila e-n e-u. 6. mœtum eða mœcum handritin; þess eru oft dæmi að skrifar-
ar villast á c-i og t-i, enda var lítill munur þessara stafa að fornu; mœti er dýr-
gripur. Sé mœcum lesið mœkum, eins og jafnan hefur verið gert, og dregið af
mœkir ‘sverð’, yrði að auka inn staf: mœkjum. 7—8. málmur vopn, man (sem
safnorð) ánauðugar stúlkur (sbr. selja mansali); vopnin koma írá Húnalandi
(líklega einhvers staðar á þeim slóðum sem nú er Ungverjaland), ambáttirnar
úr löndunum austan Eystrasalts.
9. 1. reijir kátir, glaðir. 2. róma orrusta, er vitu rómu vœni (hvk.) þegar
þeir vita orrustu von. 5—6. hár heitir þollurinn (keipnaglinn) eða önnur til-
færing sem jafngildir honum, en hamla er talið að verið hafi band eða lykkja
sem hélt árinni við þollinn. Þykir þá líklegt að hér eigi að skipta um sagnir:
hömlur að slíta, en hái að brjóta, og má styðja þessa tilgátu með annarri lýs-
ingu á geystum róðri, í Atlamálum 37: hömlur slitnuðu, háir brotnuðu. Ilins
vegar eru böndin einnig nefnd hömlubönd, og gæti það bent til að hamla
hefði verið eitthvað annað, enda hefur orðið hamla haldizt í Noregi og verið
þar notað um allan umbúninginn sem árin leikur í á borðstokknum (líkrar
merkingar er keipur þar í landi). Sé gert ráð fyrir þessari merkingu hér, er
breyting ekki nauðsynleg. 7. ríkulega sterklega (ríkur merkir í fornu máli
‘máttugur, voldugur’, en ekki ‘auðugur’). vörr (beygt eins og knörr, nf. flt.
verrir) árartog, þeysa e-ð knýja e-ð hratt fram, þeysa ríkulega vörru þreyta
knálega róður. 8. vísi leiðtogi, konungur. .