Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 92
202 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir hinni ástfólgnu byrði að barmi sér. Yngri Gyðingarnir ganga fyrst niður brúna. Niðri á hafnargarðinum safnast þeir rólega sam- an í hóp, mér virðist allt of rólega, og snúa baki að landgöngu- brúnni. Það er eins og þeir heyri ekki óp og óhljóð Gestapómann- anna. Þegar þessir ungu menn voru komnir niður hófst leikur, sem við gleymum aldrei. I víti Stutthofs og á helgöngu okkar um þjóð- vegina í Pommern og Pólska Hliðinu fengum við að reyna marg- falt hræðilegri hluti en það sem við sáum morguninn í Swinemiinde, en samt eru það þessir atburðir, sem hafa grafið sig dýpst inn í huga okkar. Hvers vegna ? Spyrjið Danina, sem komust lífs af frá Swinemunde og Stutthof, og svarið verður ætíð hið sama: Vegna þess, að þennan fyrrnefnda morgun vorum við ennþá manneskjur. Menn, sem hugsuðu og fundu til eins og mannlegar verur. Menn sem höfðu heila og tungu, sem störfuðu á mannlegan hátt. Seinna afskræmdust tilfinningar okkar þannig að miklu ægilegri hlutir fengu ekki á okkur. Við urðum smám saman ónæmir fyrir dýrsæði, grimmd og skelfingum. Hvað var þetta þá, sem hafði slík óafmáanleg áhrif á okkur? Jú — þegar hinir ungu og stæltu Gyðingar voru komnir niður á bryggjuna eins og sagt hefur verið, og uppi á þilfarinu stóðu skjálf- andi hinir gömlu, hrumu og sjúku, allir þessir ósegjanlega umkomu- lausu og svo óendarilega hjálparleysislegu Gyðingar, sem samkvæmt biblíu herraþjóðarinnar áttu ekki einungis sök á stríðinu, heldur á öllu illu í þessum synduga heimi. Ungir, sællegir, vel rakaðir og vel greiddir Gestapómenn gengu bókstaflega hamförum kringum þessa erkiféndur sína og ráku hinar ógæfusömu manneskjur niður landgöngubrúna með sparki, höggum og barsmíðum. Dauðskelkuð gamalmennin reyndu eftir beztu getu að staulast niður brúna, en gátu það ekki með nokkru móti. Þau duttu, gripu í kaðalhandrið brúarinnar og leituðu fyrir sér með stöfum og fótum. Margir voru auðsýnilega orðnir sjóndaprir. Að öllum líkindum höfðu þýzku herramennirnir stolið gleraugunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.