Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 69
MESTU SKÁLDRIT MARTINS ANDERSENS NEXÖS 179 pabbi eða Pelli unnu bug á erfiðleikunum, snortinn, þegar Lassi varð að koma upp um vanmátt sinn og Pelli glataði bernskutrú sinni á almætti föður síns; og manni hitnaði í hamsi, þegar verka- mennirnir börðust gegn þeim, sem vildu svipta þá ávöxtum vinn- unnar. Og fyrri blutar bókarinnar um bernsku Pella og námsár hans í kaupstaðnum voru ekki aðeins lífslýsing, sem hafði að geyma svo mikla vitneskju um líf mannanna, að maður náði varla andanum, heldur voru einnig prýðileg, löng samtöl um stjórnmál í síðari hlut- um bókarinnar, sem gerðust meðal verkamanna í Kaupmannahöfn. Þetta var betra en nokkur kennslubók í þjóðfélagsfræði, athyglis- verðara en mannkynssaga og langtum minnisstæðara. Það kom ekki að sök, þótt bókin nálgaðist það á köflum að verða alþýðleg stjórn- málaritgerð. Ég var ekki að leita að list, heldur fróðleik, vitneskju um fólk og hagi þess, og úr því að umhverfi manns sjálfs hrökk ekki til, urðu bækurnar að veita fróðleik um það sem aðrir höfðu reynt. Ég leitaði á náðir manna, ekki rithöfunda eða skálda, sem ég lærði að vísu um í skólanum með virðingu en fannst samt ekki koma mér neitt við. Og nú, mörgum árum síðar, berst framhaldið upp í hendur mér, Marteinn rauði. Pella var ekki leyft að lifa í meðvitund manna, eins og þeir höfðu hugsað sér hann, alskapaður, fullþroskaður, vinur, sem manni fannst hann hafa tekið í höndina á. Enda var hann engin söguhetja í bók, heldur hluta af raunveruleikanum. Árin hafa ekki hlíft Pella frekar en öðrum mönnum. Tíminn hefur gert hann að öðrum manni ólíkum þeim djarfa náunga, sem sneri sveittu enni sigurvegarans gegn heiminum. Heimurinn þverskallaðist í fyrstu við honum, en þegar það stoðaði ekki, breiddi hann gegn honum faðm- inn og lagði fitu um hjarta hans. Menn höfðu að vísu lesið um hann í blöðunum; en menn minntust þess ekki alltaf, að það var Pelli, sem þeir lásu um, Pelli, sem ætlaði að sigra heiminn; stundum leit svo út sem hinn rúmhelgi dagur hefði tekið hann höndum, ekki hinn rúmhelgi dagur gleðinnar, heldur hinn rúmhelgi dagur þrældóms- ins með þúsundir af áhyggjum, á heimilinu, í bæjarstjórn og á þingi. Hverjum degi nægði sín þjáning. Ofstækismennirnir gátu séð um hitt. En hafi Pelli breytzt, hafði ég ekki breytzt síður. Nú var það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.