Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 18
128
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
arviðskiptum, að hann bjóðist til að leggja land sitt og þjóðerni
í ofanálag ef einhver vilji kaupa af honum fisk. Slík aðferð í við-
skiptum milli landa er ekki til af þeirri einföldu ástæðu að þó ein
þjóð kynni að finnast, þá er með öllu óhugsandi að tvær þjóðir séu
til á jörðu sem hafi svo lágkúrulegar hugmyndir um verslun. Slíkar
hugmyndir eiga heima í draumum húngraðs betlara.
Onnur sú ástæða sem landsölumenn svokallaðir færa fyrir því
að við afhendum ísland sérstöku vinveittu stórveldi er sú að þannig
gætum við best hjálpað þessu vinveitta stórveldi í yfirvonandi kjarn-
orkustríði til að sigrast á öðru stórveldi. Slíkt útlán landsins þýðir
í rauninni að við viljum gerast stríðsþjóð í skjóli hins volduga
kaupanda okkar, fúsir að kasta hanskanum af vígamóði í andlit
þess ríkis eða ríkja sem kaupandi okkar vill bjóða til kjarnorku-
stríðs. Ég mun leiða hest minn hjá því að ræða þessar hugmyndir.
Þó skal ég benda á að við höfum einga tryggíngu fyrir því að sá
aðilji sem landsölumenn vilja afhenda íslands beri sigur úr býtum
í kjarnorkustríði. Öðru nær. Öllum mönnum sem hafa í senn þekk-
íngu á hermálum og kjarnorkuvísindum ber saman um að í slíku
stríði muni mikill hluti heimsbygðarinnar farast, Evrópa og Norð-
urameríka leggjast í auðn, siðmenníng heimsins líða undir lok,
þróun mannkynsins kopa um ófyrirsjáanlegan tíma; og eitt er
víst, að ef við íslendingar stuðluðum að útbroti slíks stríðs, með
því að afhenda land okkar í þágu þess, mundum við ekki þurfa að
hafa áhyggjur, hvorki af verslunarsamníngum né öðrum hlutum,
þaðanaf. Afhendíng lands okkar til notkunar í væntanlegu kjarn-
orkustríði mundi meðal annars þýða undirskrift á dauða hvers
mannsbarns í Reykjavík.
*
Sem stendur er að vísu enn varla hægt að tala um frið í heimin-
um. En það er eitt heiti, tvö orð, sem í svipinn jafngilda hugtakinu
friður, og þessi tvö orð fela í sér von framtíðarinnar. Verði sú
hugmynd ekki sigursæl, sem felst að baki þeim tveim orðum, er
enginn friður hugsanlegur. Þessi tvö orð eru Sameinuðu Þjóðirnar.
Ef Sameinuðu Þjóðirnar bera gæfu til að vera sameinaðar þjóðir
mun friður haldast. Ef Sameinuðu Þjóðirnar sundrast eða skiptast