Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 87
SKÝJABORG 197 svona hugsanasnautt og teprulegt. Þessi deyfðarlegu augu ertu hann. Þau hrintu honum frá sér og ögruðu honum. Það voru engar ástríður í þeim, engin hrifning. Hann hugsaði um það, sem Gallaher hafði sagt um ríku Gyðingakonurnar. Þessi dökku austurlenzku augu, hugsaði hann, hvað þau voru full af ástríðum, unaðsljúfri löngun.... Hvers vegna hafði hann gengið að eiga augun á mynd- inni? Hann stóð sjálfan sig að spurningunni og leit flóttalega um her- bergið. Honum fannst eitthvað lítilmótlegt yið þessi snoturlegu húsgögn, sem hann hafði keypt til heimilisins með lánskjörum. Anna hafði valið þau sjálf og þau minntu á hana. Þau voru of nett og tilgerðarleg. Óljós gremja við líf hans vaknaði hjá honum. Gat hann ekki flúið frá þessu litla heimili? Var of seint fyrir hann að reyna að lifa djarfmannlega eins og Gallaher? Gat hann farið til Lundúna. Húsgögnin voru ennþá óborguð. Ef hann aðeins gæti skrifað bók og fengið hana birta, þá mundi leiðin kannski opnast fyrir hann. Ljóðabók eftir Byron lá fyrir framan hann á borðinu. Hann opn- aði hana gætilega með viustri hendinni til þess að vekja ekki barnið og byrjaði að lesa fyrsta kvæðið í bókinni: „Sefur í viði sérhver blær um óttu, sofinn hver fugl er byggir stofna lága. Blómvönd, þinn ástvin bera skal á nóttu, bjarta mær, að leiðinu þínu smáa.“ Hann hætti að lesa. Hann fann hrynjandi ljóðsins kringum sig í herberginu. Hvað það var þunglyndislegt! Gat hann einnig ort á líkan hátt, tjáð þunglyndi sálar sinnar í ljóði? Það var svo margt, sem hann langaði til að lýsa: til dæmis tilfinningum hans á Grattan- brúnni nokkrum klukkustundum áður. Ef hann gæti kallað þann hugblæ fram aftur.... Barnið vaknaði og fór að gráta. Hann leit upp úr bókinni og reyndi að sefa það: en það vildi ekki láta sefast. Hann byrjaði að rugga því fram og aftur í fangi sér, en hinn skerandi grátur þess varð stöðugt sárari. Hann ruggaði því ennþá hraðar meðan augu hans tóku að lesa annað erindið:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.