Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Síða 44
154 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR unni heima fyrir, er vissulega ekki þar með sagt, að hún geti komizt af án alls ofbeldis. Ofbeldið er stéttaþjóðfélaginu jafneiginlegt sem myrkrið nóttinni, og engin yfirstétt mannkynssögunnar hefur getað ríkt án þess að beita því, — ekki stétt þrælaeigenda í fornöld, ekki aðalsstéttir miðaldanna og ekki heldur auðborgarastétt nútímans, hvort sem hún kallar stjórnmálaskipulag sitt fasisma, nazisma eða borgaralýðræði. Þar greinir ekki á milli um annað en form eða teg- und ofbeldisins. Ofbeldistæki eru sem sé fleiri til en byssur eða bar- efli. Yfirstétt, sem ræður mestöllu fjármagni þjóðfélagsins og auk þess sjálfu ríkisvaldinu með öllu því, sem þar með fylgir, hefur óteljandi tök og tæki á því að beita ólíkamlegu ofbeldi sér til fram- dráttar í stjórnmálabaráttunni, og slíkar ofbeldisaðferðir eru hag- anlegri oft og tíðum og ekki alltjafnt áhrifaminni en hið líkamlega ofbeldið. Til dæmis um þetta lýðræðislega ofbeldi má nefna það, er auðborgarar eða félög þeirra, sem fundasalina eiga, bindast sam- tökum um að leigja þá ekki andstæðingum sínum, ef nauðsyn þykir til bera að hindra stjórnmálastarfsemi þeirra. Mjög minnisvert til- felli þessarar tegundar gerðist hér í Reykjavík fyrir skemmstu, er eigendur allra kvikmyndahúsanna neituðu stúdentum um húsaskjól undir fund til að mótmæla afsali íslenzkra landsréttinda í hendur erlendu herveldi, með þeim rökstuðningi, að þeir leigðu ekki hús sín undir fundi um pólitísk efni eða utanríkismál, enda þótt eitt þessara liúsa hefði raunar ekki nema rúmri viku áður verið léð einmitt undir pólitískan utanríkismálafund, þar sem stjórnmála- maður einn kom fram, ekki til að andmæla afsali íslenzkra lands- réttinda, heldur til þess (og það gerði gæfumuninn!) að flytja fyr- irlestur, sem varða mundi við landráðalöggjöf landsins, þar sem þjóðin var opinberlega og blygðunarlaust hvött til að framselja þessi landsréttindi. Hér við bætist svo hið skipulagða ofbeldi borgaralýðræðisins, sem er fyrsta og fremsta tilveruskilyrði þess, flokkaofbeldið, meiri- hlutaofbeldið og hið andlega ofbeldi, sem síðar mun nánar að vikið. 'Til marks um það, hversu skammt getur verið frá borgaralýð- ræði til einræðis, eru afdrif Weimar-lýðveldisins þýzka, sem stóð frá 1919 til 1933. Stjórnarskrá Weimar-lýðveldisins var einhver hin lýðræðislegasta, sem þekkzt hefur í borgaralegu ríki. En hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.