Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 129
UMSAGNIR UM BÆKUR
239
ir um ástæður fyrir því, að liann hóf að rita bókina, og lýsir jafnframt efni
hennar lauslega. Þá hefst aðalefni bókarinnar með því að höf. lýsir landslagi í
Odáðahrauni. Virðist mega fá allgóða hugmynd um |)að af lestri kaflans, sem
er með mörgnm myndum, með hliðsjón af uppdráttum, sem fylgja bókinni.
Þessir uppdrættir ná yfir allt Ódáðahraun. Þeir eru gerðir eftir uppdráttum
Geodætisk Institut, og prentaðir með einum svörtum lit og eru sæmilega skýrir
og með mörgum nöfnum. Ósamræmi er í því, að á uppdráttunum stendur
„Herðubreiðarlindir" og „Hvannalindir", en í bókinni notar höfundurinn oft-
ast fleirtölumyndina „lindar“, þó liann ruglist raunar stundum í því. Annar
kafli fyrsta bindis er „Saga Ódáðahrauns". Er þar sagt frá, hvernig þekking
manna á Ódáðahrauni hefur vaxið stig af stigi frá því er Gnúpa-Bárður rak
fé sitt suður Vonarskarð, unz Jón Stefánsson fór með C. J. Ovden, hollenzkan
mann, í Öskju, en hann klappaði Jóni öllum utan og hrópaði í hrifningu:
„Ó, Jón! Ó, Jón! Ó, ísland mít!“
Annað bindi ritsins hefst með ágripi af jarðsögu Ódáðahrauns. Aðhyllist
höf. þá kenningu, að móbergið hafi hlaðizt upp, grágrýti flotið yfir og landið'
brostið sundur, missigið og mótazt í höfuðdráttum, áð'ur en ísöldin hófst. Færir
hann ýmis rök að þeirri kenningu, en um hana munu vera skiptar skoðanir.
Annar kafli bindisins er um eldvörp og gosmenjar. Þar er safnað saman mikl-
um fróðleik um gíga, sprungur, hraun og eldfjöll. Þriðji kafli heitir „Eldgos
í Ódáðahrauni". Sá kafli hefst á greinargerð um örnefnaflutning, og kemst höf.
að þeirri athyglisverðu niðurstöðu, að Dyngjufjöll og Herðubreiðarfjöll hafi
áður heitað Trölladyngjur, en síðar hafi það nafn flutzt á fjall það, sem nú
heitir Trölladyngja, en áður hét Skjaldbreiður. Höf. telur að mörg gos hafi
verið í Ódáðahrauni, sem menn voru áður í vafa um hvar voru, eða töldu hafa
verið annarstaðar. (í Trölladyngju á Reykjanesi, Grímsvötnum og víðar).
Virðist höf. ganga þar fulllangt í því, að gera hlut Ódáðahrauns sem mestan,
og ér erfitt að fallast á sum rök hans. í þessum kafla lýsir höf. gosum í
Öskju og breytingum, sem þar hafa orðið síðan 1875, og er það stórfóðleg
saga. Hér verða í rauninni þáttaskil, og verður nú sagt frá skiptum manna við
Ódáðahraun, og er þá næst kafli um brennisteinsnám í Þingeyjarsýslu. Þetta
er ítarlegur kafli og er víða leitað heimilda til hans. Þá kemur kafli um íbúa
hraunsins: Tröll og útilegumenn. Virðist þar koma í ljós, að Ódáðahraun er
ekki eins sagnauðugt og ætla mætti. Tröll voru þar fá, og útilegumenn hafa
haldið sig öllu meira í „dalnum í jöklinum" og á leiðum í kringum Langjökul.
Nokkrir útilegumenn hafa þó verið í Ódáðahrauni, og er Fjalla-Eyvindur
þeirra írægastur, en Jón Erlendsson léttlyndastur: Hann þjónustaði kerlingu
með vatni og osti og hengdi liana síðan til þess að ná frá henni peningum.
Fyrstu þrír kaflarnir í síðasta bindi heita „Fjalla-Bensi", „Hestagöngur“ og
„Slysfarir og hrakningar". Þeir eru um vetrarferðir um Ódáðahraun, og sum-
ar býsna glæfralegar. Margt er bráðskemmtilegt í þessum þáttum, og má auk
þess sjá, að Mývetningar hafa kunnað að búast að heiman og ferðast að vetr-
arlagi, án þess að eiga líf og heilsu undir veðurheppninni. Þá kemur kafli