Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 51
LÝÐRÆÐI 161 að neyta þessa aðstöðumunar eða forðist að hvika frá þeim jafn- réttisreglum, sem ávallt hljóta að vera í gildi í hverjum heiðarlegum leik. Jafnréttið í þeim leik, sem hér ræðir um, er því líkt sem væri, ef tveir ættu að tefla og annar yrði að gefa í forgjöf drottningu, hrók og biskup og jafnvel enn aðra menn, fleiri eða færri. Staðreynd flokkabaráttunnar í borgaralýðræðisþjóðfélaginu er sú, að beitt er hverjum þeim vopnum, er tiltækileg þykja, því óvandaðri sem mál- staður er lakari, og hinn sterkari lætur kné fylgja kviði, því ó- þyrmilegar sem aflsmunur er meiri. Þetta er einmitt sú staðreynd flokkaofbeldisins, sem áður getur. Það hlýtur að vera hlægileg til- hugsun hverjum þeim, sem til þekkir, að borgarafylkingin mundi nokkurn tíma í nokkru efni hliðra til við hina ótilneydd eða vegna einhvers annars en þess valds, sem verklýðsstéttin getur beitt í krafti samtaka sinna og þjóðfélagsaðstöðu. Einnig er augljóst af því, sem nú hefur verið sagt, hvílík regin- fjarstæða það er, sem borgaralegir áróðursmenn halda fram, að pólitísk flokkastarfsemi sé inntak hins sanna lýðræðis og tilvist stjórnmálaflokka í borgaralegu lýðræðisþjóðfélagi órækasti vitnis- burðurinn um ágæti borgaralýðræðisins. Til skilnings á eðli lýð- ræðisins er óumflýjanleg nauðsyn að losna við flokkakreddu þessa, sem hefur raunar flestu fremur orðið til að rugla lýðræðishug- myndir almennings. * Svipað er að sjá, ef litazt er um einni skör ofar sviði sjálfrar flokkabaráttunar og athugað, hvað fram fer á vettvangi þingræðis- ins, þar sem grundvallarregla meirihlutavaldsins er alls ráðandi. Á þeim vettvangi eigast enn við tvær andstæðar fylkingar: þingmeiri- hluti, fulltrúar borgaraflokkanna og stéttaþjóðfélagsins, og þing- minnihluti, fulltrúar hinna ósviknu verklýðsflokka og sósíalismans. Ollum hlýtur að koma saman urn, að þetta er hin raunverulega skipt- ing fylkinga á hverju borgaralýðræðisþingi, hvernig sem annars er háttað aðgreiningu um stundarsakir í stjórnarstuðningslið, stjórn- arandstöðu og svo framvegis. Hagsmunir þessara tveggja fylkinga eru jafnandstæðir sem hagsmunir yfirstéttar og alþýðu, auðvalds og sósíalisma, og baráttu þeirra er því jafnóvægileg að sínu leyti sem barátta höfuðstéttanna sjálfra. Sú þingræðisfylkingin, sem er í meiri 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.