Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 58
168 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hendur, það er að segja, einokunin fer harðnandi. Árið 1920 voru 2042 blöð gefin út á ensku í Bandaríkjunum, en 1944 voru þau ekki orðin nema 1754. í Bandaríkjunum eru 1103 borgir, þar sem málum er svo lýðræðislega háttað, að í hverri þeirra kemur ekki út nema eitt blað, og í 159 stórborgum landsins, þar sem fleiri en eitt blað koma út, eru þau öll eign sama einstaklingsins eða hlutafélagsins. Einn af stórblaðaútgefendum Bandaríkjanna skýrir svo frá, að eng- um aðilja mundi detta í hug að ráðast í blaðaútgáfu í stórborg þar í landi, nema hann .ætti í banka upphæð, sem næmi 70—100 milljón- um íslenzkra króna („New Times“, des. 1945). I þessu mikla lýð- ræðislandi er því auðborgarastéttin nær ein um hituna með sín and- legu ofbeldistæki. Þarf nokkurn að undra að þessu athuguðu, þó að fræðsla sú, sem almenningi í þvílíku landi hlotnast um þjóðfé- lagsmálefni svo sem lýðræði, sósíalisma eða auðvald, sé ekki fram- úrskarandi vísindalegs eðlis, eða mundi vera ástæðulaust að taka með nokkurri varúð fréttaflóði því, til dæmis um Ráðstjórnarríkin, sem einokunarauðvaldsfréttastofurnar þrjár, Reuters og hinna, veita út um heimslöndin á degi hverjum? Óvíða mun borgarastétt beita þessu andlega ofbeldi af meira skefjaleysi en hér á landi. íslenzk borgarastétt ræður yfir miklum áróðurskosti, og ekki skortir hana ófyrirleitna áróðursmenn. í höf- uðborg íslands er kraftahlutfallinu þannig háttað, að fulltrúar hins sósíalíska lýðræðis eiga eitt dagblað meðalstórt til að boða kenn- ingu sína og stefnu, en borgaraflokkarnir þrír, eða auðborgarar þeir, sem að þeim standa, eiga hins vegar þrjú blöð, sem hvert um sig mun gera öllu betur að meðaltali en jafnast við sósíalistablaðið að eintakafjölda og lesmálsmagni, og þar að auki á aðalflokkur auð- borgarastéttarinnar stórblað, sem að eintakafjölda og lesmálsmagni er að minnsta kosti fimmfalt á við sósíalistablaðið. Það er því mjög vægt til orða tekið, ef sagt er, að borgarafylkingin hafi að minnsta kosti sjöfaldan áróðurskost á við fylkingu bins sósíalíska lýðræðis, þó að ekki sé tekið til greina annað en útgáfa dagblaða. Þetta er mikill liðsmunur, svo herfilega sem honum er misbeitt, því að jafnvel sannleikurinn getur um sinn átt erfitt uppdráttar gagnvart sjöfaldri lyginni. Úr þessari gífurlegu lygakvörn fær nú mikilli hluti almennings flestar eða allar hugmyndir sínar um þau
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.