Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 36
146
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Að þessu kvonfangi Haralds konungs lýtur einnig önnur vísa sem
hvergi er til nema í Haraldsþætti Flateyjarbókar. Þar segir svo, að
þá er konungur sendi menn til að biðja Ragnhildar hinnar ríku,
veitti hún í fyrstu fullkomin afsvör. „En er konungsdóttir hafði svo
stórlega mælt, tóku bæði konur og karlar að spotta sendimenn og
svo konung þeirra, og sögðu að konungur af Jótlandi mundi alllítt
hræðast her Noregskonungs, og segja að hann hafi staddur verið
lítt í mannraunum þó að hann hefði farið nokkur (þ. e. einhvers
staðar) innanlands að herja á kotkarla, og sögðu að hinir dönsku
hrafnar og ernir mundu enn svangir og soltnir ef þess skyldi bíða
að Haraldur Noregskonungur berðist. Þess getur Þjóðólfur hinn
hvinverski“:
2. Annað skulu þær eiga,
ambáttir Ragnhildar,
dísir dramblátar,
að drykkjumálum
en þær sé hergopur
er Haraldur hafi sveltar
valdreyra,
en verar þeirra bræði.
þeirra er leitt lýsingarorðið heinskur eða heinverskur. 4. Hölgi átti að hafa
verið ættfaðir Háleygja (á Hálogalandi); við hann var kennd Þorgerður
Hölgabrúður, sem kunn er úr sögu Hákonar jarls.
2. 3. dís er stundum notað um tignar konur; Ragnhildur hefur í þjónustu
sinni göfgar konur giftar (í vísulok er talað urn vera þ. e. menn þeirra), og eru
þær nefndar ambáttir hennar. 4. að drykkjumálum, hér má minna á það sem
Heimskringla segir er Hjalti Skeggjason kom til húsa Ingigerðar konungs-
dóttur í Svíþjóð: „sat hún þar og drakk með marga menn“. 5. þœr sé (þ. e.
sjái), lagfært, þér séð (þ. e. sjáið) hdr. hergopur ætti eftir óbundna málinu
að tákna hrafna eða erni, og fengi það staðizt ef gopa væri fugl, en ekki er
slíkt orð annars kunnugt. Lagt hefur verið til að breyta í hergaupur; gaupa
er hrædýr, en hergaupa væri hrædýr sem fylgir her, þ. e. úlfur. 7. valdreyri
blóð fallinna manna; hér væri valdreyra líklega þágufall, og væri þá sagt
svelta e-n e-u (en í óbundnu máli: svelta menn að mat). 8. brœði af sögninni
brœða ‘veita bráð eða æti’.