Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 40
150
1ÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
En jafnvel þetta pólitíska lýðræði er sjálft raunar ekki nema hálf-
gilt, þar eð yfirstéttin hefur tök á því, vegna valds síns yfir fram-
leiðslutækjunum og fjármagninu, að takmarka það á ýmislegan
hátt, svo að það verður í meginatriðum form eitt, en ekki reynd.
Hér ræðir um grundvallarstaðreynd, sem er viðurkennd af þeim
borgaralegum rithöfundum, er vilja líta á málin af fræðilegri réttsýni.
Um þetta segir til dæmis í norsku alfræðibókinni „Aschehougs
konversations leksikon“, borgaralegu fræðiriti út gefuu í Osló árið
1920, í greininni „Demokrati“:
„Vöxtur auðvaldsins ásamt valdi því, sem það hefur fyrir tilbeit-
ingu samtaka sinna og blaðakosts, og í annan stað vald það, sem
verklýðshreyfingin hefur þegar áunnið sér, eru hins vegar atriði,
sem hafa á síðustu árum orðið til að draga úr gildi hins þingræðis-
lega lýðræðis, er grundvallast á almennum kosningarétti, og það er
augljóst orðið, að án efnahagslýðræðis er hið pólitíska lýðræði öllu
fremur formsatriði en raunveruleiki“.
Það er ljóst, að efnahagslýðræði á sér ekki stað í þjóðfélagi, þar
sem til eru ríkir og fátækir, fámenn stétt ríkra og fjölmenn fátækra, —
þar sem hinir fáu, er eiga fjármagnið og stóratvinnutækin, kveða á um
það eftir markaðshorfum og gróðavon, hvað framleitt skuli og
hversu mikið, en hinir mörgu, sem eiga ekki önnur framleiðslutæki
en vinnukraft sinn, fá engu um þetta að ráða, fá jafnvel stundum
ekki að ráða því, hvort þeir skuli mega neyta síns brauðs í sveita
síns andlits eða dæmast til þess hlutskiptis, sem hinum fyrsta manni
var þó við hlíft, að mega ekki einu sinni strita fyrir hinu daglega
brauðinu.
Ýmsar takmarkanir stiórnmálalýðræSis
Um pólitíska lýðræðið er það og ekki síður ljóst, hversu marg-
víslegar takmarkanir á því eru, sumar staðbundnar eða tímabundn-
ar, en aðrar fólgnar í sjálfu eðli borgaralýðræðisins.
Lítum á kosningajafnréttið til dæmis. Raunverulegt kosningajafn-
rétti getur að vísu ekki átt sér stað í ósviknu borgaraþjóðfélagi
þrátt fyrir yfirskin jafnréttisins, eins og síðar verður sýnt fram á,
en stundum getur meira að segja þótt nauðsyn til bera að fórna