Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 122
232
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ef ég hefði virkilega skrifað í þeim tilgangi að níða Sovét, hefði
það verið auðvelt fyrir mig að velja í staðinn nokkur ummæli hins
fulltrúa heimssamvizkunnar — Churchills — frá tímabilinu 1939—
40. En mig langaði ekki að vitna í Churchill, einmitt af því að um-
mæli hans voru að mínu áliti — Rússaníð! Þess vegna kaus ég orð
Roosevelts. Og allir hljóta að vera mér sammála um, að þau sanna
dóm Halldórs Kiljans um Roosevelt sem „ímynd þeirrar réttlætis-
kenndar sem er mannkyninu samgróin, og er ofar öllum stefnum,
hverju nafni sem þær nefnast.“ Ætli 0. J. S. að halda talinu um
Sovétníð áfram, er það sýnilega full ástæða fyrir hann að snúa sér
frá mér og gera upp reikninginn við Roosevelt látinn. Ég býst þó
við, að það muni reynast honum ærið verk að hnekkja orðum Hall-
dórs Kiljans um þennan þjóðhöfðingja.
Ég get dáðst að afrekum rússnesku þjóðarinnar í baráttunni móti
nazismanum og yfirleitt að öllu því, sem hún hefur unnið í þágu
menningarinnar á ýmsum sviðum. En ég fæ ekki séð, að ég skyldi
þess vegna vera skyldugur að dást að árásinni á Finnland 1939 eða
gleyma henni alveg. Þá myndi ég ekki aðeins neita staðreyndum,
heldur einnig samvizku minni. Og síðast en ekki sízt: ég myndi þá
gera mig sekan um andlega þjónkun, en hún væri móðgun við
rússnesku þjóðina, sem þarf ekki á þessháttar þjónum að halda.
Ó. J. S. leyfir sér að segja, að erindi það, sem ég flutti í Nor-
ræna félaginu, sé samið „handa Guðlaugi Rósinkranz“. Meining
þessa ortiltækis — ef nokkur er — hlýtur að vera sú, að ég hafi
valið efnið og meðferð efnisins samkvæmt fyrirskipun Guðlaugs
Rósinkranz. Með þessum orðum segir Ó. J. S. meira um sjálfan
sig, en hann hefði ætlað sér. Hann sýnir með þeim, að það er
honum óskiljanlegt, að nokkur maður geti talað út frá sannfæringu
sinni, út frá þeirri réttlætiskennd, „sem er mannkyninu samgróin,
og er ofar öllum stefnum, hverju nafni sem þær nefnast.“ Hann -—
rithöfundurinn og skáldið — virðist líta á ritstörf eingöngu sem
andlega kaupamennsku hjá ákveðnum mönnum eða hagsmunum.
Örvaroddur Sigurðsson hneykslaðist á því, að ég skyldi láta
fræðslu mína sem sendikennari „ná til nútímastjórnmála og styrj-
aldarmála“ og ráðlagði mér að halda mér við önnur málefni. Ég
þakka 0. 0. S. vel fyrir áhuga hans á starfi mínu. En samt fæ ég