Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 122
232 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ef ég hefði virkilega skrifað í þeim tilgangi að níða Sovét, hefði það verið auðvelt fyrir mig að velja í staðinn nokkur ummæli hins fulltrúa heimssamvizkunnar — Churchills — frá tímabilinu 1939— 40. En mig langaði ekki að vitna í Churchill, einmitt af því að um- mæli hans voru að mínu áliti — Rússaníð! Þess vegna kaus ég orð Roosevelts. Og allir hljóta að vera mér sammála um, að þau sanna dóm Halldórs Kiljans um Roosevelt sem „ímynd þeirrar réttlætis- kenndar sem er mannkyninu samgróin, og er ofar öllum stefnum, hverju nafni sem þær nefnast.“ Ætli 0. J. S. að halda talinu um Sovétníð áfram, er það sýnilega full ástæða fyrir hann að snúa sér frá mér og gera upp reikninginn við Roosevelt látinn. Ég býst þó við, að það muni reynast honum ærið verk að hnekkja orðum Hall- dórs Kiljans um þennan þjóðhöfðingja. Ég get dáðst að afrekum rússnesku þjóðarinnar í baráttunni móti nazismanum og yfirleitt að öllu því, sem hún hefur unnið í þágu menningarinnar á ýmsum sviðum. En ég fæ ekki séð, að ég skyldi þess vegna vera skyldugur að dást að árásinni á Finnland 1939 eða gleyma henni alveg. Þá myndi ég ekki aðeins neita staðreyndum, heldur einnig samvizku minni. Og síðast en ekki sízt: ég myndi þá gera mig sekan um andlega þjónkun, en hún væri móðgun við rússnesku þjóðina, sem þarf ekki á þessháttar þjónum að halda. Ó. J. S. leyfir sér að segja, að erindi það, sem ég flutti í Nor- ræna félaginu, sé samið „handa Guðlaugi Rósinkranz“. Meining þessa ortiltækis — ef nokkur er — hlýtur að vera sú, að ég hafi valið efnið og meðferð efnisins samkvæmt fyrirskipun Guðlaugs Rósinkranz. Með þessum orðum segir Ó. J. S. meira um sjálfan sig, en hann hefði ætlað sér. Hann sýnir með þeim, að það er honum óskiljanlegt, að nokkur maður geti talað út frá sannfæringu sinni, út frá þeirri réttlætiskennd, „sem er mannkyninu samgróin, og er ofar öllum stefnum, hverju nafni sem þær nefnast.“ Hann -— rithöfundurinn og skáldið — virðist líta á ritstörf eingöngu sem andlega kaupamennsku hjá ákveðnum mönnum eða hagsmunum. Örvaroddur Sigurðsson hneykslaðist á því, að ég skyldi láta fræðslu mína sem sendikennari „ná til nútímastjórnmála og styrj- aldarmála“ og ráðlagði mér að halda mér við önnur málefni. Ég þakka 0. 0. S. vel fyrir áhuga hans á starfi mínu. En samt fæ ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.