Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 104
214
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ieikfimi“, þ. e. a. s. að þessir aðframkomnu veslingar, sem að með-
altali vógu um 35 kg., væru reknir á hverjum morgni út í snjó,
frost eða rigningu og látnir hamast í „sjúkraleikfimi“ í einum lér-
eftsbuxum og skyrtu, sem ekki náði niöur í mitti, og með tréklossa
á fótunum. Ég og hinir dönsku félagar mínir sáum þá margsinnis
standa klukkutímum saman.og baða út kroppuðum pípunum. Þarna
stóðu þeir allt upp í fjóra klukkutíma á dag eins og deyjandi fugls-
ungar. Þegar „sjúkraleikfimin“ hafði staðið í mánaðartíma, sáust
þessir sjúklingar ekki lengur í Stutthof.
Ég hef sjálfur legið á þessu „sjúkrahúsi“ í rúmar sjö vikur. Ég
veit um hvað ég tala. Síðustu fjórar vikurnar lá ég eftir uppskurð
vegna vatns í holinu. Ég lá á deild, sem tók á móti hinum nýju ó-
gæfusömu maneskjum, sem Gestapó kom með frá Danzig. Oft voru
það lík, sem þeir komu með, oft dóu þessir píslarvottar eftir nokkra
klukkutíma, en þeir, sem lifðu af misþyrmingarnar, eru talandi
vitni um það, hvað Gestapó var, og gera það skiljanlegt, hvers
vegna pólska þjóðin hatar, hatar allt það, sem er þýzkt svo áköfu
hatri, að það fer hrollur um mann að hugsa til þess.
Sem dæmi upp á hina óskiljanlegu kvalasýki SS-mannanna má
nefna, að danskur maÖur, sem var lagður inn á sjúkrahúsið, varð
fyrir því, er hér greinir: SS-mennirnir, sem stóðu á verði í sjúkra-
húsinu, drógu hann ásamt hóp af mönnum, sem margir voru fár-
veikir af hitasótt, bak við hinn svonefnda dauðabragga, en þar
var hlaÖiö í kös hinum nöktu, skinhoruðu líkum þeirra, er látizt
höfðu um daginn.
SS-maÖurinn benti glottandi á nakin líkin og sagði háðslega við
dauösjúka fangana, sem höfðu hugann við það eitt að komast inn
í hlýjuna, að eftir nokkra daga mundi þeir liggja þarna sjálfir,
tilbúnir að fara á líkbrennslustofuna.
Sökum framsóknar Rauða hersins byrjuðu Þjóðverjar sumarið
1944 að flytja burt úr austlægustu landshlutunum, fyrst og fremst
úr Eistlandi, Lettlandi og Litháen, en seinna úr öllurn héruðum
fyrir austan Varsjá. Allar fangabúðir og GyÖingastöSvar á þessum
svæðum voru fluttar burt og margir af föngunum komu til Stutt-
hof, sem varð nú gerð að umferðafangabúÖum og tortímingar-