Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 47
LÝÐRÆÐI 157 þar sem yfirstéttin nýtur svona geysivíðtækra pólitískra sérréttinda um fram andstæðinga sína, hljóta fyrr nefnd lýðréttindi að verða blekking ein að mjög miklu leyti. Til þess að réttindi þessi gætu orðið rauveruleg, yrði að koma á fullkomnu vettvangsjajnrétti, sem felur ekki einungis í sér formslega viðurkenningu slíkra atriða sem málfrelsis og ritfrelsis, heldur og sannarlegt jafnrétti aðilja til að neyta þessa málfrelsis, ritfrelsis og svo framvegis. Til þess yrði með öðrum orðum að afnema pólitíska einokunaraðstöðu auðstéttar- innar og fá andstæðingum hennar í hendur jafnmikið af blaðakosti og öðrum áróðurs- og boðunargögnum og jafnmikið fjármagn til stjórnmálastarfsemi sinnar. Um kosningajafnréttið er auðsjáanlega svipuðu máli að gegna í borgaralegu þjóðfélagi, þar sem kosningaréttur er fyrst og fremst flokkspólitískt hugtak. Vegna sérréttinda þeirra á pólitísku sviði, sem yfirstéttin nýtur, hlýtur stjórmálaáróðurinn, sem rekinn er, að verða mestallur frá þeirri hliðinni. En á meðan kjósendur eru beittir svona einhliða áróðri og á meðan sá áróður er rekinn af jafnsam- vizkulausri ósvífni sem raun ber vitni um, eru að sjálfsögðu harðla litlar líkur til, að meiri hluti þeirra aðhyllist aðrar stjórnmálaskoð- anir eða kjósi aðra fulltrúa en yfirstéttin mundi óska, hvert svo sem sannleiksgildi þessara stjórnmálaskoðana kann að vera eða hverra erindi sem hlutaðeigandi fulltrúar reka í raun og veru. Kjósendur eru því yfirleitt ekki í raun og sannleika frjálsir að því, hvernig þeir neyta atkvæðisréttar síns, þó að svo virðist og þeir ímyndi sér það sjálfir. Raunverulegt kosningajafnrétti á sér þess vegna ekki stað, og að því leyti á hið sama við um hinn almenna kosningarétt borgaralýðræðisins sem fyrr nefnd lýðréttindi, að hann er að rniklum hluta blekking ein eða formsatriði. Hér skortir enn það vettvangsj afnrétti, er tryggði það, að andstæðingar yfirstéttar- innar ættu eins góða aðstöðu til þess og hún að koma skoðunum sínum á framfæri við almenning, þannig að kjósendur ættu eins greiðan aðgang að því að kynnast vísindalegum þjóðfélagskenn- ingum, er til framþróunar horfa, sem afturhaldskenningum fram bornum í þeim tilgangi að réttlæta og vernda úrelt hagkerfi og stjórnmálaskipulag. Á slíkt gæti yfirstéttin að vísu aldrei fallizt, því að þar með væru þjóðfélagsvöld hennar bráðlega úr sögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.