Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 34
144
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
4. Leiddist þá fyrir Lúfu
landi að halda
hilmi hinum hálsdigra,
hólm lét sér að skildi.
Slógust undir sessþiljur
er sárir vóru,
létu upp stjölu stúpa,
stungu í kjöl höfðum.
5. Á baki létu blíkja,
barðir vóru grjóti,
Svafnis salnæfrar,
seggir hyggjandi.
Æstust austkylfur
og um Jaðar hljópu
heim úr Hafursfirði
og hugðu á mjöðdrykkju.
ingshögg, hlíf skjöldur. 8. Haklangur hét að' sögn Heimskringlu fullu nafni
Þórir haklangur (líklega = hökulangur) og var sonur Kjötva.
4. 1. lúja lubbi, þykkt hár, vitiurnefni Haralds konungs; Heimskringla seg-
ir að hár konungs væri óskorið og ókemht tíu vetur, meðan hann var að leggja
undir sig Noreg, og héti hann þá lúfa, en eftir að hár hans hafði verið greitt
var hann nefndur hinn hárfagri. 3—4. hilmir hinn hálsdigri hlýtur að vera
Kjötvi; hann lét sér hólm að skildi, þ. e. leitaði sér skjóls bak við hólm (hólm-
ur lítill er í Hafursfirði). 5. slógust veltust, steyptust, sessþilja þófta. 7.
stjölur (beygt eins og kjölur) bakhluti, rass (sbr. orðið stél). stúpa upp hlýt-
ur að merkja: standa upp í loftið.
5. 1. létu = létu þeir,og felst þá frumlagið í sögninni,en er endurtekið seggir
hyggjandi hinir hyggnu, gætnu menn; þeir létu blíkja (blika, skína) á baki
sér Svajnis salnœjrar, þ. e. skjöldu. Svajnir eða Sváfnir er Óðinn, salur ÓÖins
Valhöll. Nœjrar (ytri börkur af birkitrjám) voru hafðar í húsþök, en höll Óð-
ins var í þess stað þakin skjöldum; má þá kalla skjöldu næfrar Valhallar. 5.
austkyljur hlýtur að vera uppnefni á mönnum úr austanverðum Noregi; þar
eru landkostir betri en vestanfjalls, og hafa menn þaðan þótt feitlagnir (að