Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 14
HALLDÓR KILJAN LAXNESS : ÍSLAND og samsærið gegn heimsfriðnum Nú virðist vera svo lángt um liðið, mér finst einsog ég hafi lesið um það í sögubók, og þó eru enn ekki heil tvö ár síðan það gerðist, að allir Íslendíngar voru eitt, einn flokkur, einn hugur, eitt hjarta, háir sem lágir, sæll og fátækur, allir gagnteknir sama barnslega fögnuðinum og stoltinu, kristnir sem ókristnir meðal vor uppfyltir sama þakklætinu til alvaldsins. Það var í hitteðfyrra sautjánda júní, daginn sem við lýstum yfir stofnun íslenzks lýðveldis á Alþíngi að Þíngvöllum við Oxará. Þessi lýðveldisyfirlýsíng gerðist án þess við hefðum með henni traðkað rétti nokkurrar annarrar þjóðar, eða nokkurs manns, það- anafsíður að hún hefði kostað dropa af heiftarblóði, löglegt niður- fall samníngs við annað ríki og staða heimstaflsins hjálpuðust til að gera okkur rétt þenna sjálfsagðan; og við hlið okkar á hinum helga stað sögu vorrar stóðu fulltrúar höfuðríkja heimsins og fluttu okkur árnaðaróskir þjóða sinna og hátíðlegar vinsemdaryfirlýsíngar rík- isstjórna sinna, yfirlýsíngar sem innibundu heit þeirra um að virða rétt okkar bæði til að heita og vera sjálfstætt íslenskt lýðveldi. Það er gott að hafa feingið að lifa þessa daga, sem virðast nú svo lángt undan en eru þó svo nær, feingið að lifa óskastund þjóðar sinnar, sjá draum aldanna rætast í landi sínu, finna að maður til- heyrði þjóð sem þekti sinn vitjunartíma: stóð saman sem einn mað- ur um framkvæmd sinnar hjartfólgnustu óskar á stund sem frá öll- um sjónarmiðum var rétt. Endurminníng þessara fagnaðarríku júnídaga 1944 fylgir okkur meðan við lifum. Það var merkilegt hvernig sérhverjum þjóðarein- staklíngi fanst þessa daga að þjóðarævin væri líf hans sjálfs, það var einsog sérhver maður, fróður sem ófróður, fyndi sögu landsins lifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.