Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 21
HARALDSKVÆÐI Haraldur hárfagri sat að ríkjum í Noregi fyrir og eftir 900, um það bil sem ísland var að byggjast. Lengi var því trúað að Hafurs- fjarðarorrusta, merkasti bardaginn í sögu hans, hefði verið háð 872, en ekki treysta menn þessu ártali lengur, og þykir líklegra að hún hafi staðið einum eða tveimur áratugum síðar. Um ævi Har- alds konungs er fátt öruggra heimilda, eins og nærri má geta, þar sem hann var uppi svo snemma á öldum, og um Hafursfjarðarorr- ustu er harla lítið kunnugt með vissu. í sagnaritum frá fyrra hluta 13. aldar, Fagurskinnu og Heims- kringlu, og enn fremur í þætti einum af Haraldi konungi sem tekinn hefur verið upp í Flateyjarbók, eru tilfærð kvæðabrot, sem táknuð eru hér á eftir I, II og III. I segir frá háttum Haralds konungs og hirðlífi, II frá Hafursfjarðarorrustu og III frá kvonfangi hans. Þessi brot hafa verið sameinuð í útgáfum og þeim gefið nafnið Haraldskvæði eða Hrafnsmál. Ef þessar vísur eru kveðnar við hirð Haralds konungs sjálfs, eins og höfundar Fagurskinnu og Heimskringlu höfðu fyrir satt, hafa þær varðveitzt full 300 ár í manna minnum áður en þær voru skráð- ar á bók snemma á 13. öld. Ekki verða bornar brigður á að slíkt geti hafa átt sér stað. Hitt er víst að kvæði með jafnóbundnum hætti hefur ekki haldizt óbrjálað svo langan tíma í munnlegri geymd. Snorri Sturluson og samtíðarmenn hans kunnu að nefna ýms skáld er verið hefðu með Haraldi konungi. „Af öllum hirðmönnum virði konungur mest skáld sín“ segir Egils saga, og væri ekki ólík- legt að höfundur hennar hefði þá haft í huga skáldavísurnar hér á eftir (I 10—11). Egla nefnir þrjú skáld konungs: Auðun illskældu, Þorbjörn hornklofa og Olvi hnúfu, en Skáldatal þess utan önnur þrjú: Þjóðólf úr Hvini, Ulf Sebbason og Guttorm sindra. Rithöfundum 13. aldar ber ekki saman um hver þessara skálda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.