Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 17
ÍSLAND OG SAMSÆRIÐ GEGN HEIMSFRIÐNUM 127 reyna að komast burt héðan en vera framvegis seld þjóð og þræla- lýSur í landi sínu fornu. Samt gerist þaS undur á öðru ári lýðveldisins að menn sem kalla sig borna af íslenskri móður verða til að halda um það ræður og skrifa um það greinar að við eigum að gefa upp sjálfstæði vort og afhenda landsréttindin. Er til á jörðinni nokkurt annað land en vort, þar sem mönnum heldst uppi að gefa út blað um það að þjóðin eigi að afhenda sjálfstæði sitt útlendu ríki? Mér er ekki kunnugt að svo sé. Þessir menn nefna tvær orsakir þess að réttmætt sé aS við losum okkur við landið og sjálfstæði þess. Hin fyrri er sú, að með því að afhenda erlendu stórveldi landsréttindi vor, og innlima Island í stórveldi þetta að sem mestu leyti, meðal annars hverfa inn í tollkerfi þess, mundum við fá hagkvæma verslunarsamnínga við þetta stórveldi. Síðari ástæðan fyrir því að rétt sé að við upp- gefum sjálfstæði vort er sú, samkvæmt málflutníngi þessara manna, að meS því að fá útlendu herveldi í hendur umráð yfir landi voru gætum vér aflað oss verðskuldunar sem virkir þátttakar í kjarnorku- stríði gegn þeim útlendum ríkjum sem einhverjar ímyndaðar vin- þjóðir okkar lángar af einhverjum óútskýrðum orsökum til að jafna við jörðu. Hvorug þessi ástæða til uppgjafar landsréttinda á íslandi er fram- bærileg þar á þíngi sem mál eru rædd af almennri skynsemi. Kröfur af þessu tagi gat Hitler fengið kvislínga sína til að bera fram fyrir hönd varnarlítilla þjóða, sem hann vildi innlima í Nasistaþýskaland, en þó því aðeins að hafa á að skipa sterkasta her heimsins: þetta eru þesskonar skoðanir sem aungvum manni tjóar að bera fram nema hann hafi óvígan her að baki í staðinn fyrir rök; slíkar skoð- anir verða alþjóðarathlægi nema því aðeins þær séu rökstuddar með eldspúandi morðvopnum. Jafnvel þó þessi málstaður leggi mik- ið uppúr verslunarsamníngum er óhugsandi að hann sé borinn fram af kaupmönnum. Hinsvegar er barist fyrir slíkum málstað af mönn- um sem hafa svo lágar hugmyndir um milliríkjaviðskipti að halda að hægt sé yfirleitt að gera samnínga við annað ríki urn að maður afhendi land sitt, þjóð sína og réttindi hennar sem kaupbæti með þeirri vöru sem maður ætlar að selja. Sá maður hlýtur að vera allt annað en kaupmaður, sem telur sig svo réttlausan aðilja í verslun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.