Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 53
LÝÐRÆÐI 163 hvort fyrir vald og áhrif verklýðshreyfingarinnar utan þings eða raunverulega baráttu verkalýðsins fyrir kröfum sínum. í raun réttri hefur því nær hver mikilvæg lögfest réttarbót alþýðunni til handa undanfarna öld hafzt fram á þennan hátt, hvort sem um hefur verið að ræða víkkun kosningaréttar, viðurkenningu samtakafrelsis verka- manna, endurbætur vinnulöggjafar og almannatrygginga eða önnur slík málefni. Engum þessara mannréttindamála hefðu fulltrúar al- þýðunnar á þingi fengið framgengt, hefðu samtök hennar og bar- átta utan þings ekki reynzt nógu öflug. Hér er það þó enn valdið, en ekki sjálf lýðræðishugsjónin, sem úrslitum ræður. Það er aug- ljóst, að þegar verkamenn knýja fram löggjöf um styttan vinnu- tíma, bann við verksmiðjuþrælkun barna og svo framvegis með verkföllum, þá er það ekki í raun og sannleika lýðræðisleg aðferð. Valdbeiting er aldrei lýðræðisleg, þó að hún geti verið óhjákvæmi- leg, eins og til dæmis þegar við ofbeldi fasistastefnunnar er að eiga. Hið eina, sem réttlætt getur valdbeitingu, er raunar það, að til- gangur hennar sé afnám allrar valdbeitingar. Með því að völd og forréttindi borgarastéttarinnar eru þess eðlis, að hún fær ekki haldið þeim nema með því að viðhafa ólýðræðislegar aðferðir, kemst verklýðsstéttin að vísu ekki hjá því að beita einnig í sumum greinum aðferðum, sem ekki eru lýðræðislegar í eðli sínu, það er, hún kemst ekki hjá því að beita á stundum hinu mikla valdi sínu, sem er að sjálfsögðu ekki hið sama sem það, að beitt sé gerræðislegu ofbeldi. Hér er þó sá munur á, að þar sem valdbeiting borgarastétt- arinnar hefur stefnt til afturhalds í þjóðfélagsmálum, allt frá því er sú stétt hætti að vera byltingarsinnuð, stefnir valdbeiting verklýðs- stéttarinnar hins vegar samkvæmt öllu eðli verklýðshreyfingarinnar til félagslegra framfara og reynist enda sá aflvaki sannrar lýðræðis- þróunar, sem ómissandi er, á meðan auðvaldsskipulag er í gildi. Borgaralýðræðið er sem sé markað af þeirri furðulegu mótsögn, að lýðréttindabætur eru oft og tíðum ekki framkvæmanlegar á grund- velli þess, nema beitt sé aðferðum, sem eru ólýðræðislegar í eðli sínu. Skýring þessarar mótsagnar er auðvitað fólgin í þeirri stað- reynd, að borgaralýðræði er engan veginn hið sama sem raunveru- legt lýðræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.