Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 53
LÝÐRÆÐI
163
hvort fyrir vald og áhrif verklýðshreyfingarinnar utan þings eða
raunverulega baráttu verkalýðsins fyrir kröfum sínum. í raun réttri
hefur því nær hver mikilvæg lögfest réttarbót alþýðunni til handa
undanfarna öld hafzt fram á þennan hátt, hvort sem um hefur verið
að ræða víkkun kosningaréttar, viðurkenningu samtakafrelsis verka-
manna, endurbætur vinnulöggjafar og almannatrygginga eða önnur
slík málefni. Engum þessara mannréttindamála hefðu fulltrúar al-
þýðunnar á þingi fengið framgengt, hefðu samtök hennar og bar-
átta utan þings ekki reynzt nógu öflug. Hér er það þó enn valdið,
en ekki sjálf lýðræðishugsjónin, sem úrslitum ræður. Það er aug-
ljóst, að þegar verkamenn knýja fram löggjöf um styttan vinnu-
tíma, bann við verksmiðjuþrælkun barna og svo framvegis með
verkföllum, þá er það ekki í raun og sannleika lýðræðisleg aðferð.
Valdbeiting er aldrei lýðræðisleg, þó að hún geti verið óhjákvæmi-
leg, eins og til dæmis þegar við ofbeldi fasistastefnunnar er að eiga.
Hið eina, sem réttlætt getur valdbeitingu, er raunar það, að til-
gangur hennar sé afnám allrar valdbeitingar. Með því að völd og
forréttindi borgarastéttarinnar eru þess eðlis, að hún fær ekki
haldið þeim nema með því að viðhafa ólýðræðislegar aðferðir,
kemst verklýðsstéttin að vísu ekki hjá því að beita einnig í sumum
greinum aðferðum, sem ekki eru lýðræðislegar í eðli sínu, það er,
hún kemst ekki hjá því að beita á stundum hinu mikla valdi sínu,
sem er að sjálfsögðu ekki hið sama sem það, að beitt sé gerræðislegu
ofbeldi. Hér er þó sá munur á, að þar sem valdbeiting borgarastétt-
arinnar hefur stefnt til afturhalds í þjóðfélagsmálum, allt frá því er
sú stétt hætti að vera byltingarsinnuð, stefnir valdbeiting verklýðs-
stéttarinnar hins vegar samkvæmt öllu eðli verklýðshreyfingarinnar
til félagslegra framfara og reynist enda sá aflvaki sannrar lýðræðis-
þróunar, sem ómissandi er, á meðan auðvaldsskipulag er í gildi.
Borgaralýðræðið er sem sé markað af þeirri furðulegu mótsögn, að
lýðréttindabætur eru oft og tíðum ekki framkvæmanlegar á grund-
velli þess, nema beitt sé aðferðum, sem eru ólýðræðislegar í eðli
sínu. Skýring þessarar mótsagnar er auðvitað fólgin í þeirri stað-
reynd, að borgaralýðræði er engan veginn hið sama sem raunveru-
legt lýðræði.