Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 113
PETER HALLBERG:
Samvizka heimsins,
skáldið og staðreyndirnar
*
Nokkrar athugasemdir
við „svar“ Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 1945, birti ég undir fyrir-
sögninni Andleg þjónkun Svía og skáldsögur þeirra svar við ritdómi
eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson í síðasta hefti tímaritsins árið 1944.
Nú hefur Ó. J. S. í 3. hefti 1945 svarað athugasemdum mínum, og
nefnir hann svar sitt Feluleikur og staðreyndir.
Ó. J. S. hneykslaðist í „ritdómi“ sínum á því, að sænska skáld-
sagan Glitra daggir, grœr fold (Driver dagg, faller regn) skyldi
hafa hlotið verðlaun í bókmenntasamkeppni í Svíþjóð. En — til
þess að vitna i nokkur orð í svari mínu — það, ‘sem upphaflega
kemur Ó. J. S. fyrir sjónir sem „hulin ráðgáta“, skýrist við „nán-
ari umhugsun“ og öðlast fyrir leynilögreglumannsaugum hans sam-
hengi, ljóst og óyggjandi. Því að Glitra daggir, grœr jold“ var ein-
mitt samin, prentuð, verðlaunuð og lofsungin ó því tímabili, þegar
Svíar lögðu hvað mest kapp á að lýsa yfir hlutleysi sínu og ráku
samtímis hina arðvænlegustu hergagnaverzlun við Þjóðverja. Það
er andleg þjónkun, smámennska og niðurlæging kúluleguáranna í
Svíþjóð, sem átt hefur drýgstan þátt í stundargengi þessa gagn-
ómerka reyfaradoðrants“.’
En eins og ég hef þegar frætt Ó. J. S. á, var þessi samkeppni einka-
fyrirtæki sænsks bókaforlags, og ber því sænska þjóðin enga ábyrgð
á þeim verðlaunum, sem þar voru veitt.
Það er mér gleðiefni, að Ó. J. S. skuli nú afdráttarlaust viður-
kenna mistök sín, þegar hann vildi telja löndum sínum trú um, að
Glitra daggir, grœr fold hefði verið einskonar opinberlega viður-
kennd metsölubók í Svíþjóð. Að vísu reynir hann að skjótast sjálfur