Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 76
186 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þegar vinnutími hans var úti, stóð hann upp frá skrifborðinu og kvaddi hina skrifarana samvizkusamlega. Skömmu seinna kom hann fram úr hinum tignarlegu bogagöngum Kóngs Innis, snyrti- legur og prúður í fasi og gekk hratt niður Henríettustræti. Hinn gullni eldur sólarlagsins hafði fölnað og Ioftið var orðið kalt. Hóp- ur af óhreinum börnum hafðist við á götunni. Þau stóðu eða hlupu á miðjum veginum; skriðu eftir gangstéttunum framan við opin húsin eða húktu líkt og mýs á þröskuldunum. Litli-Chandler gaf þeim engan gaum. Hann smeygði sér með lagni gegnum alla þessa iðandi kös og þræddi skugga hinna hrörnuðu, draugslegu húsa þar sem Dyflinnaraðallinn hafði einu sinni búið og svallað. Engin minning lét á sér bæra í hug hans, því hann var gagntekinn af gleði augna- bliksins. Hann hafði aldrei komið á Hótel Korless, en hann vissi, að það var merkilegur staður. Hann vissi að fólk fór þangað eftir sjón- leiki til að borða ostrur og drekka vín, og hann hafði heyrt að þjónarnir þar töluðu frönsku og þýzku. Á kvöldin þegar hann ílýtti sér framhjá hafði hann séð vagna aka upp að framdyrunum og skrautklæddar konur og prúðbúna menn stíga niður og flýta sér inn. Konurnar báru margar slæður. Andlit þeirar voru dyft og þær héldu upp kjólunum svo þeir snertu ekki jörðina líkt og ójarð- bundnar gyðjur. Hann hafði ævinlega farið fram hjá án þess að líta um öxl. Það var venja hans að ganga hratt á götu jafnvel á daginn, en hvenær sem hann var seint á gangi í borginni á kvöldin flýtti hann sér sem mest hann mátti, kvíðafullur og æstur. Stundum lék hann sér þó að óttanum. Hann valdi dimmustu og þrengstu strætin og gekk djarflega áfram, meðan þögnin sem lukti um fóta- tak hans og hinar þöglu mannverur sem voru á ferli gerðu hann skelkaðan. Heyrði hann lágan, niðurbældan hlátur, fór hann stund- um að skjálfa eins og hrísla. Hann sneri í áttina til Kapla-strætis. Ignatius Gallaher orðinn blaðamaður í London. Hverjum mundi hafa dottið það í hug fyrir átta árum? Samt gat Litli-Chandler, þegar hann leit til baka yfir hið liðna, fundið margt sem bent hafði á, að vinur hans mundi eiga glæsilega framtíð. Það var oft sagt að Ignatius Gallaher væri ódæll. Satt var það, hann var í slæmum fé- lagsskap í þann tíð, drakk eins og svín og sló sér peninga hingað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.