Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 128
238
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
verið í hundrað ár. Þessi litla grein Gunnlaugs Claessen er það merkasta sem
um Jónas hefur verið skrifað á hundrað ára dánarafmæii hans, og hún færir
oss heim sanninn um það, að enn er hjartfólgnasta skáld vort hulið í þoku
rómantískra blekkinga og smáborgaralegra hleypidóma.
Ljóðntæli Stefáns frá Hvítadal eru ekki nteð sama glæsibrag og þær tvær
bækur sem minnzt hefur verið á hér á undan. Utgáfa þeirra hefur ekki heldur
tekizt eins vel og Þyrnar og Ljóðmæli Páls Olafssonar sem Helgafell hefur
gefið út áður á myndarlegan hátt. Tómas Guðmundsson hefur búið bókina
undir prentun. Ritgerð hans um Stefán frá Hvítadal er snoturleg en ekki stór-
brotin. Myndir þær eftir Snorra Arinhjarnar sem bókinni fylgja eru heldur
fátæklegar og tilþrifalitlar. Helzti galli bókarinnar er þó sá að ekki hefur verið
lögð nægileg vinna í að búa kvæðin undir prentun. Það er tekið fram að bók-
in tiafi að geyma öll Ijóð Stefáns að undanteknum „örfáum tækifærisljóðum
og vísum, sem ætla má að höfundurinn hefði sjálfur kosið að fella niður“, I
flokki þeirra kvæða sent vitandi vits liafa verið felld niður er Jió varla eftirmæli
um frú Saigerði Ásgeirsdótlur frá Ásgarði sem birtust í Tímanum 14. nóv.
1931. Og varla mun kvæðið Lækurinn, sem hirtist í tímaritinu Perlum 3. liefti
1931, hafa verið fellt niður af ráðnum hug. Síðasta erindi þessa fallega kvæðis
er á þessa leið:
„Lækurinn veit, hann er lífið á bænum,
og lækurinn kyssir hinn þyrsta munn
og lækurinn hoppar og lækurinn freyðir
og lækurinn fellur í bláa unn.“
Hvimleitt er það einnig að leiðinlegar prentvillur hafa slæðzt inn í bókina,
ekki sízt þar sem það er tekið fram í formála að Stefán frá Hvítadal hafi hat-
azt við prentvillur.
Tilraunir Helgafells til að' gefa út bækur á listrænan liátt eru gerðar af stór-
hug og dirfsku. Vonandi verður þessu útgáfustarfi haldið áfram af jöfnum
stórhug en aukinni fjölbreytni og smekkvísi.
M. K.
Ólajur Jónsson: ÓDÁÐAHRAUN. Bókaútgáfan
Norðri h.f.
Jarðyrkjumaður verður þreyttur af að þröngva moldinni til að skila sér
sem mestuin ávexti. Hann fer út í eyðimörkina til að hvílast, og sjá! Eyði-
mörkin reynist vera sjálft ævintýralandið, sem sífellt vex að töfrum við aukna
kynningu. Hann ritar í stóra bók þekkingu sína á þessu landi og sögu þess,
segir þar frá skiptum sínum og annarra við það. Þessa bók nefnir hann
Ódáðahraun.
Fyrsta bindi búkarinnar befst með skemmtilegu forspjalli, þar sem höf. ræð-